Skírnir - 01.08.1910, Side 65
Kolufell.
257
Hann greip það fyrsta, sem honum datt í hug: »Hafið
þér komið hér nokkuð út á land?«
Já, hún hafði verið í Hróarskeldu og svo úti í skógi.
»Og fanst yður eins fallegt þar og í sveitinni heima«?
»Ja, nei, eg held varla. Skógurinn er reyndar indæll,
en svo vantar hérna fjöllin«.
»Er mikil fjallasýn, þar sem þér eigið heima?«
»Já, það sjást fjöll í öllum áttum. I austri sést hvert
fjallið yfir annað, fyrst Hraunshálsinn, svo Grenjahlíðarn-
ar og austast tindurinn á Kolufelli. Það er svo óttalega
fallegt fjall.«
»Kolufell!« Hann nærri því hrópaði nafnið upp yfir
sig. Hann leit á hana. Allur múrveggurinn var hrun-
innn. Hún, sem þekti Kolufell! Hún hlaut að vera úr
sömu sýslunni og hann. Um stund sagði hann ekkert.
Endurminningarnar, sem orðið hafði vakið, streymdu gegn-
um hug hans svo ört, að hann fann engin orð.
»Kolufell! Vitið þér að eg er fæddur og upp alinn
þarna undir Kolufelli, rétt við fjallsræturnar, á Kolugili?«
»Nei, er það mögulegt!« sagði hún. Henni fanst strax
annar blær koma á Ara og feimnin var að hverfa.
»Já, Kolufell er fallegt fjall«, hélt Ari áfram, »langfal-
legasta fjall, sem eg hefi séð. Munið þér eftir hamrabelt-
inu fyrir ofan mitt fellið með svarta opinu. Það er hellis-
munni; þar í hellinum bjó Kola.«
»Nei, það sést víst ekki heiman að frá mér. En hver
var Kola?«
»Kola var tröllskessan, sem bjó í hellinum og fellið
og gilið er kent við. Kunnið þér ekki söguna um hana?«
»Nei, í öllum bænum segið þér mér hana!«
»Kola var nátttröll, sem bjó í Koluhelli norðaustan í
fellinu. Hún var mesta meinvættur og drap bæði menn
og fé fyrir bóndanum á Kolugili. En svo var hún vör
um sig, að hún kom aldrei út meðan sól var á lofti. Eitt
sumar drap hún smalann á Kolugili um kvöld meðan hann
var að bæla ærnar fyrir ofan túnið. Næsta dag hugsaði
Kolugilsbóndinn henni þegjandi þörfina. Hann gekk upp
17