Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 66
258
Kolufell.
á hellinn síðla dags, meðan sólin var gengin á bak við
fellið, og byrgði strompinn á eldhúsi kerlingar. Hún var
einmitt að sjóða smalann og hélt að stormur mundi vera
skollinn á úti og slægi reyknum niður í hellinn. Hún fór
því út að skýla fyrir, enda sá hún að forsæla var komin.
En um leið og hún seildist upp af hellisbrúninni gekk
sólin fram undan fellinu að norðan og skein beint framan
í kerlingu. Hún þreif þá til bóndans, sem húkti uppi á
hellinum, þeytti honum á móti sólinni og sagði: »Ertu
nú farin að koma upp líka á kvöldin, bölvuð!« Lét bóndi
þar líf sitt, en Kola varð að steini upp við hellinn og
stendur þar enn í dag.«
Signý var búin að leggja töskuna aftur á stólinn og
hlustaði á með athygli. Allur deyfðarsvipur var horíinn
af Ara og hann sagði frá bæði fjörlega og skemtilega.
Hann hélt áfram að tala um Kolufell, hvernig hann
hefði farið til berja neðan í fellið meðan hann var strák-
ur og komist lengra og lengra upp eftir þegar hann eltist.
Og sumarið sem hann varð stúdent, hafði hann komist
alveg upp á tindinn. Það hafði verið stórkostlegt útsýni.
Þá vildi Signý fá að vita, hvort hann myndi eftir að
hafa séð bæinn hennar. Og við það tækifæri nefndi hún
bæinn og auðkendi svo, að Ari var nú ekki lengur í vafa
um, að það var dóttir hans Jóns umboðsmanns á Hóli,
sem sat þarna á móti honum. Hann lét þess svo getið
við hana, að þau mundu hafa sést við kirkju fyrir mörg-
um árum, meðan hann var í skóla og hún svolítið stelpu-
korn. Hún mundi að vísu óglögt eftir því, en samt fanst
þeim þau nú vera gamalkunnug. Og svo hlógu þau að
því, hve kynduglega atvikin hefðu teflt þeim saman niðri
í Kaupmannahöfn og hve hátíðleg þau hefðu verið í
fyrstunni.
Signý hafði að eins verið einn vetur í Höfn, en samt
sagði hún að sér hefði leiðst mikið síðan fór að vora.
Hún lýsti fyrir honum ýmsum blettum í kringum bæinn
heima hjá sér, sem hún saknaði mest. Það leyndi sér
ekki að henni var yndi að tala um þetta við mann, sem