Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 67
Kolufell.
259
tók þátt í þrá hennar og auk þess þekti sumt af því
sama og hún. Augun ui-ðu dýpri og bjartari, röddin fyllri,
og léttur roði færðist um vangana.
Þau töluðu um, þegar þau hefðu farið að heiman í
fyrsta sinn. Og upp úr því fóru þau að tala um, hvað
þau hefðu lifað annars staðar og hvernig þau altal hefði
dreymt heim. Hvað þau hefði dreymt um og hvað þau
hefðu hugsað um yfirleitt, hvað þau hefðu elskað og hvers
þau hefðu saknað.
Ari var gjörbreyttur á þessari stuttu stundu. Návist
Signýjar andaði um hann eins og sólvermdur blærinn um
trjáhnappana og fullþroskaði og leiddi fram í meðvitund
hans hugsun, sem hafði blundað í sál hans alt vorið: Að
alt líf hans í mörg ár hefði verið ylsnautt og gleðilaust.
Að skemtanir hans hefðu verið daprar og fánýtar, iðju-
leysi hans auðvirðilegt og leiðindi hans hryllileg. Að
skarpskygni hans hefði verið heimska og fyndni hans húð-
fletting á honum sjálfum. Einhver óþekt löngun til þess
að elska og skilja alla menn greip hann og hann fór uð
hugsa um foreldra sína, sem hann hafði ekki séð og sjald-
an hugsað um í fjögur ár. Hann færði það í tal við Sig-
nýju, hvað hann sæi nú eftir því að hafa ekki komið
heim svona lengi. Og jafnframt fór hann að lýsa lifi
sínu meðal félaga sinna í Höfn. Sá hefði þótt mestur
raaðurinn, sem fundvísastur hefði verið á snöggu blettina
á öðrum og hvössust hefði átt skeytin að særa með. Sá
hefði þótt sjálfstæðastur, sem alt hefði fyrirlitið og virt
að vettugi — nema sjálfan sig. Og sá hefði þótt hraust-
astur, sem hefði getað leikið með vonir og tilfinningar
sjálfs sín eins og sopp. En hann talaði um þetta alt eins
og það væri gamall og ljótur draumur. Og þó var ekki
lengra síðan en í morgun, að hann mundi hafa drekt
hverjum af félögum sínum í háði og hlátri, sem ymprað
hefði á líkum skoðunum á lífi hans og hann lét nú sjálfur
i ljósi. En samt hræsnaði hann ekki. Þessar skoðanir
voru í einu vetfangi orðnar hold af hans holdi. Hann
var búinn að rífa af sér vetrarhýðið, og þegar hann leit