Skírnir - 01.08.1910, Page 69
Efniskeimmgin nýja.
Eftir
Agúst Bjarnason.
_____ •
Frá alda öðli hefir mannsandinn verið að brjóta heil-
ann um þær tvær meginstoðir tilverunnar, er nefnast
a f 1 og e f n i. En það er ekki fyr en nú rétt á síðustu
öldum, að nokkurt skrið hefir komist á rannsóknir manna
í þeim efnum.1)
Þegar Newton fann þyngdarlögmál það, er allir
hnettir og öll sólkerfi alheimsvíðáttunnar virðast lúta, var
hann einu sinni spurður að, hvers eðlis hann hygði aðdrátt-
araflið vera. En hann svaraði þá því mikilláta svari: —
Hypotheses non fingo, — eg bý ekki til neinar getgátur!
Og þó bjó hann þær til; það sést best á kenningum hans
um ljósið.
Allir vita, að Newton klauf fyrstur manna sólar-
1 jósið í regnbogaliti þess. Notaði hann til þess eins og nú
er títt glerstrendinga (prisma) og kastaði síðan litbandinu
(spektrinu) á veggi. Mældi hann síðan ljósbrot hinna ýmsu
litgeisla og grundvallaði með því ljósfræðina. Oat hann
þá ekki leitt hjá sér þá spurningu, hvers eðlis ljósið mundi
vera, og gat hann þess til, að það bærist um himingeim-
inn með agnarsmáum efnispörtum, er hann nefndi corpuscula
(smálíkami) og hugði streyma út frá ijósgjafanum á alla
bóga. Var tiigáta þessi því nefnd útstreymis-til-
g á t a n (emanationstheoria) og hélst hún nokkuð lengi.
þ Þeir sem kynnast vilja þessu efni nánar, geta lesið um það tvær
bækur, sem til eru á Landsbókasafninu: D u n c a n: The new knowledge
og Snyder: Das Weltbild der modernen Naturwissenschaft. Eg hefi
einkum stuðst við hina síðari.