Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 70
262
Efniskenningin nýja
En þó varð hún um síðir að lúta í lægra haldi fyr-
ir þeirri tilgátu, að ljósið væri að eins bylgjuhreyflng í hin-
um svonefnda ljósvaka (œther), þessu vandræðaefni visind-
anna, sem hingað til hefir hvorki orðið vegið né mælt, en
menn hafa þó ekki getað án verið. Tilgáta þessi var
nefnd bylgjukenningin (undulatiomtheoria).
Þegar F r a n k 1 í n dró rafmagnið niður úr skýjunum
og hafði sýnt fram á, að það mundi vera liks eðlis og
gneistar þeir, er sjá má fljúga af hárum kattarins i myrkri,
sé hann strokinn öfugur, þá leiddi hann jafnframt getur
að því, að rafmagnið mundi vera tengt einhverju sér-
stöku, fíngervu efni. Franklín hélt því fram líkri skoð-
un á rafmagninu og Newton á ljósinu.
Sumir aðrir mestu eðlisfræðingar eins og t. d. F a r a-
d a y, er var uppi um og eftir 1800, hafa einnig lát-
ið svipaða skoðun í ljós. Faraday hélt því meira að segja
fram, að til væri að eins eitt allsherjar frumefni, og bær-
ust ljós, segulmagn, rafmagn og önnur öfl með frumefni
þessu um heim allan. En vísindin eru íhaldssöm og þau
láta ekki, sem betur fer, sannfærast fremur en Tómás,
fyr en þau geta séð og svo að segja þreifað á sönnunum.
Þó er eins og sumir afburða-andar þurfl ekki slíkra sann-
ana við, heldur spái í eyðurnar af eigin hyggjuviti sínu
með því að draga rökréttar ályktanir af því, sem menn
þegar vita.
Þannig kom hinn mikli enski stærðfræðingur og eðl-
isfræðingur Clerk Maxwell 1855 fran í með þá tilgátu,
er hann bygði á tilraunum og getgátum Faraday’s, að ljós,
rafmagn og segull væru í raun og veru sama eðlis, og að
Ijósið væri að eins nokkurs konar raf segulhreyfing. Þriðj-
ungi aldar áður en menn fundu rafmagnssveiflurnar, sagði
hann fyrir um lengd þeirra og bjó meir að segja til hin
stærðfræðilegu iögmál fyrir hreyfingu ljóss, rafmagns og
seguls.
Svo tókst loks hinum þýzka eðlisfræðingi H e i n -
rich Hertz árið 1888 að finna og mæla lengd og hraða
rafmagnsbylgna þeirra, sem nú eru notaðar um heim all-