Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 71
Efniskenningm ný]a.
263
an undir nafni M a r c o n i’ s. Kom það í ljós við til-
raunir Hertz og mælingar, eins og Maxwell hafði raunar
sagt fyrir, að rafmagnsbylgjurnar hafa nákvæmlega sama
hraða og ljósið. Og enn hefir Blondlot nokkur i Par-
ís fyrir skemstu fundið, að Röntgensgeislarnir svonefndu
hafa sama hraða, fara 300,000 km. á sekúndunni.
Af þessum ástæðum hafa margir og þó einkum tveir
vísindamenn, þeir Young og Fresnel, látið þá tilgátu
í ljós, að allur alheimur sé fyltur hinu fíngervasta efni og
berist öldur allra náttúruafla með efni þessu ekki einasta
gegnum sameindir (molekúl), heldur meira að segja
gegnum hinar svonefndu frumeindir (atóm) einanna.
En til þess að færa sönnur á þetta þurftu að fara fram
ítarlegar rannsóknir á sjálfu efninu.
Eg sagði efninu. En fyrir svo sem 40 árum hefði
það þótt hreinasta goðgá í heimi vísindanna að tala þann-
ig. Því að þá var það einn af trúarlærdómunum í grund-
vallaratriðum náttúruvisindanna, að ekkert eitt allsherjar-
frumefni væri til, en aftur á móti væru til 70—80
óuppleysanleg frumefni, sem öll önnur efni væru samsett
úr. Og svo sannfærðir voru menn um frumleik þessara
frumefna, að menn nú um langan aldur eða jafnvel alt
frá dögum Grikkja hafa nefnt þessar smæstu efnisagnir
«frumefnanna« gríska orðinu atomos, er þýðir ó d e i 1 i.
Þó voru eindir þessar misjafnlega þungar, alt frá vatns-
efniseindinni (brintatömi), er var léttust og þessvegna
táknuð með efnisþynginni 1, og upp að efniseind ú r a n s-
i n s, er var talið alt að 239 sinnum þyngra.
Brátt fór menn þó að renna grun í, að eitthvað
mundi vera bogið við þessi mörgu »frumefni«; því væri
þeim raðað niður eftir eindaþyngdinni, eins og Rússinn
Mendelejeff gerði í hinni aðdáanlegu eindatöflu sinni,
kom það í ljós, að raða mátti frumefnunum eftir flokkum
og ættum, og sýndu þá hin þyngri frumefni á sér alt eðli
og eiginleika hinna léttari frumefna, á mismunandi stigi
þó, svo að alt virtist benda á, að hinar þyngri frumeind-
ir væru að eins margfeldisstærðir (multipla), sam-