Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 74
/266
Efniskenningin nýja.
svo er til* annað litband, með björtum rákum í stað
dökkra; en þær koma fyrst í ljós, þegar efnin verða
sjálf hvítglóandi og stafa ljósi frá sér. Þá senda nefni-
lega sömu efnin frá sér sömu ljósrákirnar og þau höfðu
áður sogið í sig, og því hefir litband þetta verið nefnt
útgeislunarbandið (emissionsspektrið). Nú hafa
menn samfærst um það, að hver þessara ráka í litband-
inu, hvort heldur hún er dökk eða björt, samsvarar
ákveðnum sveifluhraða. En flest efni hafa hvert um sig
margar fastákveðnar rákir í litbandinu. Þetta bendir á,
að efnin muni vera samsett úr ýmsum smáögnum með
mismunandi sveifluhraða, fleiri en þeim, er frumeindatal-
an í hverju efninu nemur, eða með öðrum orðum, að
hinar svonefndu »frumeindir« muni sjálfar vera samsettar
úr enn þá smærri efniseindum.
Þetta var það, sem meðal annars kom hinum mikla
•enska eðlisfræðingi Lord Kelvin (Will. Thomson)
til þess að halda því fram, að frumeindirnar, sem til
þessa höfðu verið nefndar ódeili eða atóm, væru í raun
og veru h r i n g i ð u r ótal smærri agna, æther-agna eða
ljósvaka, er væri svo fínger, að agnir hans yrði hvorki
vegnar né mældar.
Annað var það líka, sem ljósbrotskönnunin sýndi, er
menn fóru að kanna ljós hinna ýmsu fastastjarna eða
sólna, er sjást til og frá um himingeiminn, og það var
það, að litband hinna heitustu sólna sýnir að eins léttasta
og fyrsta frumefnið, vatnsefnið; en hin þyngri frumefnin
koma svo smámsaman í Ijós, stig af stigi, eftir því sem
hnettirnir kólna, rétt eins og þau væru að verða til
smátt og smátt eða krystalíserast út úr eldhafi þessara
kólnandi sólna. Og þessu heldur áfram, þangað til flest
þau frumefni eru til orðin, sem flnnast á köldum hnött-
um eins og jörð vorri. Þetta hefir einkum stjörnufræð-
ingurinn Lockayer getað lesið út úr ljósbrotskönnun-
unni. En það virðist einmitt benda í áttina til þess, að
frumefnin séu ekki alls kostar frumleg, ef þau þannig