Skírnir - 01.08.1910, Síða 76
268
Efniskenningin nýja.
Nú fyrir liðugum 30 árum (1879) gaf Englendingur-
inn Sir William Crookes út alþýðlegt rit, er hann
nefndi Radiant matter (geislandi efni), og skýrði hann þar
frá hinum aðdáanlegu rannsóknum sínum á rafmagns-
straumnum í hinum svonefndu crooksku hylkjum. Sýnis-
horn af slíku hylki er hinn svonefndi geislamælir (radio-
meter), er Crookes bjó til 1874 og nú er orðinn að hálf-
gerðu leikfangi, sem sjá má í búðargluggum úrsmiða og
annara. Það er því sem næst lofttómt glerhylki með
ofurlítilli myllu innan í. Sé hylki þetta borið að ljósi eða
hita, fer myllan að snúast og það því hraðar, sem hitinn
eða ljósið er meira, geislarnir örari, og af því dregur það
einmitt nafnið geislamælir. Eitt sinn fýsti Crookes að
vita, hver áhrif rafmagnsstraumurinn hefði á slíkan geisla-
mæli, og sjá, — árangurinn varð sá sami, myllan tók að
snúast. Nokkrum árum áður hafði þýzkur maður, að
nafni H i 11 o r f, tekið eftir áhrifum þeim, er rafmagn
hefir á ýmsa málma, sölt ofl. í lofttómum hylkjum. Þeg-
ar rafstraumurinn berst að efnum þessum, fara þau að
blika og skína með ýmiskonar litum, helst norðljósalitum,
og þeyta frá sér efniskendum geislum með rafmagns-
straumnum. Fór nú Crookes að rannsaka og fást við
þessi fyrirbrigði i hinum lokuðu, lofttæmdu glerhylkjum
sínum.
Hann tæmdi fyrst hylkin að lofti með loftdælu og
ýmsum lofthindandi efnum (fosfor, natríum ofl.), svo að
þau urðu því sem næst alveg loftlaus (^líomomo
venjulegrar loftþrýstingsþyngdar), og fór svo að rannsaka,
hvaða áhrif þetta hefði á geislana. Eftir því sem loftið
eyddist, varð rafstraumurinn, sem leiddur var í gegnum
þau, að geislum, sem urðu æ bjartari og bærðust áfram í
beinum línum, lárétt á málmþynnu þá, er höfð var til að
leiða rafmagnið inn í hylkin. Var það látið streyma út
frá negatíva, fráhverfa skautinu, er nefnist k a þ ó d a,
og því voru nú geislar þessir nefndir kaþódugeislar.
Ef rafmagnið var látið streyma út frá málmþynnu,
sem var íhvolf eins og holspegill, söfnuðust geislar þessir