Skírnir - 01.08.1910, Síða 77
Efniskenningin nýja.
269
saman í einn brennidepil. En í honum var hitinn svo
ákafur, að gler bráðnaði, og allir hinir seigustu málmar,
eins og t. d. gull og platína, urðu glóandi, gufuðu upp
og spýttust sitt á hvað eins og sjóðandi vatn. Málmun-
um sló svo niður aftur á málmþynnur fjærst í glasinu.
Með þessu móti er nú orðið hægt að leysa öll hin seig-
ustu efni upp í örsmáar agnir, er virðast vera álíka smá-
ar, ef ekki smærri en efniseindirnar; að minsta kosti
hverfa efnin alveg sjónum um stund, þangað til þau
þéttast á ný og þau ber niður aftur sem föst efni.
Þessu næst tók Ciookes segul og bar hann að geisl-
unum. Það kom þá í ljós, að það mátti beygja geislana
og beina þeim í ýmsar áttir með segulnum. Og þegar
hann viðhafði tvö samkynja segulskaut, urðu geislastaf-
irnir tveir og fjarlægðust hvor annan eins og samkynja
segulskaut gjöra. Með þessu var sannað, að geislarnir
voru tengdir einhverju fíngervu efni, er lét segulmagnast.
Því að þegar Crookes á hinn bóginn tæmdi hylkinn að
lofti, gátu geislarnir trauðla borist um þau, en það sýnir,
að rafmagnið þarf eitthvert efni til að berast með, eða
með öðrum orðum, að það er í raun og veru g e i s 1-
a n d i e f ni.
H e r t z, sá er fyrstur manna fann Marconi-bylgj-
urnar svonefndu og sannaði, að ljósið væri eins konar raf-
segulhreyfing, sýndi nú þessu næst fram á, að kaþódu-
geislarnir geta farið i gegnum fast efni eins og ekkert sé.
Þessa uppgötvun notaði annar yngri þjóðverji P h i 1 i p
L e a r d til þess að leiða kaþódugeislana út úr hylkinu
með því að búa til skjá úr alúminíi á fjarlægari enda
þess. 0g loks sannaði ungur Frakki Jean Perrin,
með því að menn nú voru farnir að efast um, að geislar
þessir væru rafmagnaðir, að þeir voru hlaðnir rafmagni.
Þar tók hinn mikli enski eðlisfræðingur J. J. T h o m-
s o n við. Með rafmagnsjánni (élektróslcópinu) tókst hon-
um að sanna, hve miklu rafhleðsla geislanna næmi, og
mældi hann það svo nákvæmlega, að hann gat sýnt og
sannað, að ákveðið rúmmál kaþódugeislanna hefir ávalt