Skírnir - 01.08.1910, Side 79
Efniskenningin nýja.
271
eru eindir þessar hver annari, úr hvaða efnurn sem þær
streyma. Próf. Thomson gaf smáeindum þessum nafnið
corpuscula til minningar um ljósfræði Newtons. En með
því að nafn þetta er nokkuð óákveðið og eindir þessar
eru ávalt hlaðnar rafmagni, hafa þær nú verið skírðar
éléktrón þ. e. r a f e i n d i r, og af því er svo aftur dreg-
ið nafn kenningarinnar: elektróntheoria, sem þá að sjálf-
sögðu ber að kalla rafeinda-kenningu á íslensku.
Til þess nú að gefa mönnum einhverja hugmynd, ef
hugmynd skyldi kalla, um smæð þessara rafeinda, skal
þess getið, að eftir útreikningi fróðra manna fara 1770
kvadriljónir negatívra rafeinda í eitt gramm, x/b úr kvinti,
og efnisgnægð rafeindar er alt að ‘/2000 hluta af efnis-
gnægð vatnsefniseindarinnar.
Nú hafa rannsóknirnar á radii og öðrum geislandi
efnum, er senda frá sér þessa lýsandi rafmagnsgeisla, sýnt,
að þau eyðast smámsaman, þótt hægt fari, fyrir útgeislan
þessa, rétt eins og frumeindir efnanna leysist upp í þessar
rareindir. En það hefir komið mönnum á þá skoðun, að
leysa megi öll frumefni upp í slíkar rafeindir; en þá verða
rafeindirnar í raun og veru að frumeindum allra annara efn-
iseinda. Er nú nokkur fótur fundinn fyrir þessari skoð-
un? Hafa menn getað breytt einu frumefninu í annaðog
leyst þau að síðustu upp í rafeindir?
Próf. Þorv. Thóroddsen hefir í ritgjörð þeirri, er eg
vitnaði til um radíið, lýst árangri hinna vísindalegu rann-
sókna á þessa leið (bls. 6): — »Radíum sendir stöðugt frá
sér gufu, sem er lýsandi og gerir loftið leiðandi fyrirraf-
magn; þegar þessi gufa var rannsökuð, fanst í henni hel-
ium (þ. e. annað frumefni en radiið) og með nákvæmustu
athugunum urðu menn fullsannfærðir um, að radíum
smátt og smátt breytist í helíum. Þetta var afarþýðing-
armikil uppgötvun, því nú var sönnun fengin fyrir því,
að eitt frumefni getur breyst í annað framefni. Af því
sést líka, að frumagnirnar (atómin) eru ekki ódeilanlegar,
þær geta liðast í sundur í enn smœrri eindir. Síðan hafa
efnafræðingar gert sitt ýtrasta til að breyta öðrum frum-