Skírnir - 01.08.1910, Síða 80
272
Efniskenningin nýja.
efnum; rannsóknir þessar eru rétt að byrja, og þó hefir
nokkuð áunnist. Menn ætla nú að frumet'ni með hárri
atómþyngd eins og radíum, úran, thóríum, pólóníum og
aktiníum séu óstöðug efni, sem, þegar nógu sterkur raf-
magnsstraumur verkar á þau, breytist í önnnur efnisform,
sem líka eru óstöðug; en þau breytist svo aftur í frum-
efni, sem vantar radíumseðlið og eru stöðugri (þ. e. frum-
efni með minni atómþyngd). Menn þykjast hafa líkur
fyrir að radíum myndist úr úran, en efnafræðingurinn
Boltwood hefir fundið milliefni milli þessara tveggja
frumefna, sem hann kallar íóníum. R a m s a y hefir líka
nýlega fundið aðferð til að breyta lithíum og öðrum efn-
um í kopar. Þess má ennfremur geta, að Ijósrannsóknir
benda til þess, að mikið radíum sé til í ýmsum fjarlæg-
um stjörnum. — Það bendir í áttina til skilnings á skyld-
leika frumefnanna og til þess, að einhver eining liggi til
grundvallar fyrir þeim öllum .. .«
Þeirrar skoðunar var Crookes líka á efnafræðingamót-
inu í Berlín sumarið 1903, þar sem hann sem heiðursfor-
seti íundarins hélt ræðu um frumefni frumefnanna. Hélt
hann því fram, að hvert efni gæti ekki einungis verið fast,
fijótandi eða loftkent, beldur hlyti að mega leysa það upp
í fjórða ástandið, er það var í upprunalega ásamt öðrum
efnum, eða með öðrum orðum breyta öllum efnum í hið
fyrsta frumefni, er þau séu öll orðin til úr, og leggur hann
til, að það verði nefnt gríska orðum prothjjle (o: fyrsta efni,
frumefni).
J. J. Thomson virðist vera líkrar skoðunar og er
hann þó gætinn maður og varkár í tilgátum sinum. Virð-
ist honum rétt að ætla, að efniseindir frumefnanna svo-
nefndu séu orðnar til úr miklu smærri eindum einhvers
konar æther-eindum eins og Lord Kelvin hafði getið til,
eindum sem mynda mismunandi hringiður eða öllu heldur
smásólkerfi með fastastjörnum og ákveðnum fjölda reiki-
stjarna, er fer eftir eindaþyngd hvers frumefnis. Sumir
hafa jafnvel getið þess til, að þessi agnarsmáu sólkerfi
efni&eindanna séu á einhvern hátt orðin til úr tómum raf-