Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 81
Efniskenningin nýja.
273
^eindum. Hefir P e r r i n, sá er getið var um, þegar fund-
ið, að svifhraði rafeindanna um hin ýmsu efni samsvari
nákvæmlega bylgjulengdinni í ljósgeislum efnanna sjálfra,
er þau verða hvítglóandi. Og rafeindir virðast streyma úr
öllum slíkum hvítglóandi efnum, eins og líka gefur að skilja,
þar sem ljósið sjálft er ekki annað en ákveðin rafsegul-
hreyfing.
Sól vor er, eins og vér vitum, glóandi hnöttur. Má
þá ekki einnig líta á hana sem risavaxið rafmagnsskaut,
er þeyti óteljandi miljónum rafeinda á hverju augnabliki
út um geiminn ? Það eru allar líkur til þess, eða svo lít-
ur hinn mikli sænski efna- og stjörnufræðingur A r r h e n-
i u s á. Nokkur hluti rafmagnséls þessa strýkst með yfir-
borði gufuhvolfs vors; en segulmagn jarðarinnar dregur
það að sér niður að segulskautum sínum og þá myndast
fyrirbrigði þau, er vér Islendingar könnumst svo vel við,
norðurljósin; en þau eru ávalt mest og fegurst, þegar
eldsumbrot og byltingar verða á sólunni. Þessi norðurljós
eru því í raun og veru sömu tegundar og ljósblikin í gler-
hylkjunum litlu, nema hvað þau eru margfalt dýrlegri
og áhrifameiri. En það gefur manni aftur hugboð um,að
sami krafturinn og sama efnið muni ráða í hinni smæstu
-efniseind og í sólkerfum himnanna.
Osjálfrátt verður hvert óspilt mannsauga gagntekið af
hinni blikandi dýrð norðurljósanna. En hversu miklu
hrifnari munu menn þó ekki verða, er þá fer að
gruna, að þeir líti þar upphaf alls afls og efnis, hinn raf-
kenda ljósvaka, sem vér nú loks erum að komast á snoð-
ir um, að muni vera frumefni frumefnanna.
Enginn veit, hvar þessi nýja efniskenning lendir á
endanum. En það er auðséð, hvert hún stefnir. Hún
stefnir að sama markí og framþróunarkenningin í hinum
lifanda heimi. Hún ætlar að reyna að rekja framþróun
allra jarðneskra efna upp að hinum lýsandi »stjörnuþok-
um«, er sólkerfin verða til úr. Hún ætlar með öðrum orð-
um að reyna að sanna hinn »himneska« uppruna allra
18