Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 83
Loftfarir.
(Frh.)
Franskur höfuðsmaður, Renard að nafni, hafði fengist
við loftskipasmíð, með aðstoðarmanni sínum La Haye, frá
því árið 1878. Eftir allmikla vafninga útvegaði Gambetta
honum loks 200,000 fr. af rikisfé, og smíðaði hann þá,
ásamt Krebs höfuðsmanni, loftskipið La France. Belgur-
inn á loftskipi þessu var spólumyndaður, heldur þykkari
framan en aftan, liðlega 50 stikur á lengd og tók 1864
ten.st. Langsetis undir belgnum var karfa úr bambus-
leggjum, 33 st. á lengd. Aftan á henni var stýrið, en
skrúfa framan á, og sneri henni rafmagnshreyflvél með
9 hestöflum. Þeir félagar höfðu á skipinu dragseil, lang-
an kaðal, sem er mjög þægil'egt áhald til þess að geta
lent hnykkjalaust. Ef burðarmagn belgsins er minkað til
muna skyndilega, með því að hleypa úr honum, þá er
hætt við að loftfarið komi alt of hart niður. Til þess að
koma í veg fyrir það, verður að varpa útbyrðis sandi
eða öðrum þunga, sem til þess er ætlaður. En þá er
vandratað meðalhófið, að eigi sé létt um of, því að þá
flýgur loftfarið upp aftur. Þessa dynti má jafna með því,
að rekja úr dragseilinni, svo að endinn liggi á jörðu.
Þegar loftfarið sígur, léttist það jafnframt um það af kaðl-
inum, sem á jörðina legst; þegar það stígur, þyngist það,
er það verður að lyfta meira og meira af seilinni, og má
þannig hnitmiða hreyflngarnar, unz farið hnökrar niðri.
Til þess jafnvægi loftskipsins raskaðist ekki, þótt mennirnir
færðu sig til í körfunni, höfðu þeir á skipinu jafnvægis-
eða færiþunga, lóð, sem færa mátti til svo, að þau vógu
salt við mennina.