Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 85
Loftfarir.
277
um, og hékk þar, unz til hans náðist. Eða þá í sjó, og
var þá dreginn til lands Eitt sinni kviknaði i vélinni
hjá honum, en hann kæfði eldinn með hattinum sínum.
Það var eins og hann væri ódrepandi, og aldrei lét hann
hugfallast. Sökum þessa, og svo hins, að hann var altaf
á ferð og flugi, svo að allir könnuðust við hann, vann
hann sér afarmikla lýðhylli, og hefir enginn gjört meira
en hann til þess, að auka mönnum ást og áhuga á loft-
ferðunum.
Santos Dumont smíðaði fyrsta loftfarið sitt árið 1898.
1901 komst hann að verðlaunum, sem heitið hafði verið
þeim, er gæti svifið í hálftíma kringum Eiffelturninn
í París og horfið svo aftur til sama staðar, sem hann
kom frá. Það var 6. skipið í röðinni, sem hann hafði
til þessarar ferðar. Verðlaunin voru 100,000 fr. og gaf
hann mest af því fátækum. Þá gáfu Brasilíumenn hon-
um 125,000 fr., og greip hann nú til þeirra til skipasmíð-
anna, er hann liafði eytt öllum sínum eiguin.
Það yrði oflangt mál að lýsa hverju einu af ioftför-
um hans, svo mörg sem þau voru og óhk. Fyrstu skip-
in voru lítil og að öllu veik, og aðalbreytingarnar hafa
gengið í þá átt að styrkja þau og stækka, til þess að
gjöra þau hæf fyrir stærri og aflmeiri hreyfivélar.
Þrátt fyrir það náði hann aldrei svo miklum hraða,
að hann væri ánægður; hann breytti því til og tók að
fást við flugvélar. En þótt loftför hans hafi eigi uppfylt
þau skilyrði, er æskilegt þótti, heflr afarmargt og mikið
græðst á tillögum hans.
Gerð nútíðarloftskipanna er aðallega þrenns konar:
lin, hálflin eða s t i n n .
Loftskipin af fyrsta floknum eiga rót sína að rekja
til umbóta þeirra, er Þjóðverjarnir v. Sigsfeld og v.
Parseval gjörðu á tjóðurbelgjunum, sem notaðir höfðu ver-
ið í hernaði, og verður því að gjöra nokkra grein fyrir
þeim hér.
Áður, 1885, liafði A. Douglas, enskur maður, reynt
að festa einskonar flugdreka við venjulegan bslg, til þess