Skírnir - 01.08.1910, Page 86
278
Loftfarir.
að gjöra hann stöðugri í loftinu, en það tókst lítt Stöðv-
uninni náðu þeir félagar á þann hátt, er nú skal greina:
Stjóraskip þeirra er aflangur sivalningur, sem liggur
skáhallur í loftinu, þannig að fremri eridinn veit upp og
á móti vindinum. Belgurinn skiftist í tvent, og er aftari
hlutinn miklu minni, og ekki innangengt á milli. Fremri
hlutinn er lokaður og fyltur vetni, eða öðru gasi. Hinn
er opinn i annan endann, og veit opið við vindi og fyll-
ist hann því sjálfkrafa af lofti. Slíkra lofthólfa hefir áð-
ur verið getið (Meusnier), en hér er tilgangur þeirra sá,
að þrýsta svo á vetnisbelginn, að hann geti eigi böglast
af áhrifum vindsins. Stýrið heldur skipinu i horfinu. Það
er poki mikill, aftan og neðan við sívaininginn, opinn í
báða enda, og nær hann fram undir miðju skipsins að
neðanverðu. Neðra opið, sem við vindinum veit, er stærra
en hið aftara, og er því pokinn ávalt troðfullur af sam-
anþjöppuðu lofti. Til þess að verjast ruggi eru höfð segl,
sem ganga út frá hliðum belgsins. Með því nú að vind-
urinn stendur ætíð framan og neðan á þau og belginn
sjálfan, lyftir hann farinu því hærra, sem veður er hvass-
ara, og gjöra þau þá líkt gagn og fletir flugvélanna. Þann-
ig verður alt loftfarið að nokkurs konar flugdreka, og
liggur landfestin niður úr því framan til við miðju, en
karfan nokkru aftar. Stundum er haft stél á þeim, alveg
eins og á venjulegum flugdrekum, til þess að afturendinn
höggvi síður upp og niður.
Nú tók Parseval að fást við að smíða regluleg lang-
ferðaloftskip. eftir sömu grundvallarreglum, sem þeir höfðu
notað við tjóðurbelgina. Lofthólfln hafði hann nú tvö,
framan og aftan til í belgnum, og voru þau fylt handdæl-
um. Væri aftara hólfið haft fyllra, þrýstist gasið fram
eftir belgnum, og hækkaði þá framhlutinn. Þá var og
hafður færiþungi, til þess að halda jafnvæginu, og seinna
var búið svo um körfuna, að lienni var ekið fram og aft-
ur eftir þörfum. Stýrin voru aftan til á belgnum, eitt
neðan á, til þess að stýra skipinu til hliöanna (hliðarstýri)
og tvö gengu út frá hliðunum, til þess að beina farinu