Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 87
Loftfarir.
279
upp eða niður (hæðarstýri, sbr. seglin á tjóðurbelgjunum).
öll þessi stýri voru vindpokar úr sama efni og belgur-
inn sjálfur. Jafnvel skrúfan sjálf var úr sama efni, en
endarnir á skrúfublöðunum voru þyngdir með blýi; þegar
svo skrúfan tók að snúast, réttist úr blöðunum, sökum
miðflóttaaflsins, svo að þau urðu jafnstinn sem væru þau
úr málmi. Yfirleitt var enginn hlutur loftfarsins gjörður
úr neinu hörðu efni, nema hreyfivélin sjálf og karfan, sem
hún var í. Af þessu leiðir að það er þægara í vöfunum
og léttara að flytja á landi en nokkurt annað loftskip.
Það liggur við að það megi brjóta það saman og stinga
því í vasa sinn.
Parseval byrjaði á þessu smíði sínu árið 1901, og 26.
maí 1906 var fyrsta skipið reynt. Tilraunirnar tókust
allvel, og keypti síðan loftsiglingafélag eitt, sem þá var
nýstofnað, fyrir milligöngu keisarans, skipið að honum.
<3ekk P. í þjónustu félagsins, enda hafa síðan verið gjörð
mörg skip með þessu lagi og náð allmiklu áliti, einkum
á Þýzkalandi.
Helzti gallinn á þessari tegund loftskipa er sá, að
karfan verður að draga belginn á eftir sér, með því að
hreyfiaflið verkar á hana eina, en hún er eigi fest við
belginn með öðru en strengjum. Hentugast væri að hreyfi-
aflið verkaði einmitt á þungamiðju alls loftfarsins, sem er
einhvers staðar neðan til í miðjum belgnum, en þarna hang-
ir karfan með vélinni langt fyrir neðan hann, og verður
þá drátturinn miklu örðugri. Svo er líka hætt við því,
að belgurinn sporðreisist, ef svona er um búið, og verða
þá slys að, ef ekki er nógu fljótt að gjört. A loftskipum
annars flokksins er vanalega gjört við þessu með því, að
festa belginn ofan á nokkurs konar kjöl úr einhverju
hörðu efni, t. d. aluminium, og eru þá loftskrúfurnar
stundum festar á hann, til þess að flytja þær nær þunga-
miðjunni. Santos Dumont t. d. varð það fyrir að nota
bambusstöng fyrir kjöl, er fyrstu loftbelgir hans sliguðust
í miðjunni og lögðust saman, eins og sjálfskeiðingar.