Skírnir - 01.08.1910, Page 88
280
Loftfarir.
Þetta lag (2. flokkurinn) er að vísu allgamalt, en sá
sem fyrstur hóf það til verulegra metorða var Julliotr
franskur verkfræðingur. Hann komst í þjónustu bræðra
tveggja auðugra, er hétu Lebaudy, og voru sykurgjörðar-
menn. Fekk hann hjá þeim fé til loftskipasmíða, og var
fyrsta skipið reynt 13. nóv. 1902. Þessi skip voru líkust
í laginu vefjarskyttu á hvolfi. Skrúfan og stýrin voru
fest á kjölinn, og aftan til á belgnum voru jafnvægisugg-
ar. Til þessara skipa var mjög vandað efni og útbúnað-
ur, enda varð hraðinn miklu meiri, en áður höfðu þekst
dæmi til, og það má segja að Julliot yrði fyrstur til þess,
að gjöra loftskip, er að verulegu gagni mætti koma til
ferða og flutninga. Síðan hafa bæði Frakkar og aðrar
þjóðir smíðað fjölda loft-
skipa með þessari gerð,
franska laginu (l.mynd), en
gjört á því ýmsar breyting-
ar, svo sem þær, að gjöra
belginn reglulegri (symme-
triskari). Þá var og tekið að
nota poka fyrir ugga, með
sívalnings- eða keilulagi.
Merkustu loftförin af þessari gerð voru La Patrie og
La République, sem voru í þjónustu franska hersins og
fórust bæði, Ville de Paris, sem auðmaðurinn Deutsch de
la Meurthe gaf franska ríkinu eftir þau óliöpp, Clement
Bayard og Ville de Bordeaux. La Patrie var 60 stikur á
lengd, 10,3 st. í þvermál, tók 3600 ten.st. og hafði eina
hreyfivél með 70 hestöflum. La République var lítið eitt
stærri, Ville de Paris heldur minni. Tvö hin síðasttöldu
eru viðlíka stór, en miklu aflmeiri (120 hestöfl).
Þá er önnur tegund hálflinu loftskipanna, þýzka lagið,
sem kent er við Basenach (2. mynd.) Belgir þessara skipa
eru styttri og gildari, skrúfurnar tvær, sín hvorumegin, og
liggja all-ofarlega, af ástæðum þeim, er fyr voru greindar.
Hæðarstjórninni er þann veg fyrir komið, að karfan er
færð nær öðrum hvorum enda belgsins, með því að stytta