Skírnir - 01.08.1910, Side 89
Loftfarir.
281
taugarnar, sem halda henni, og sígur þá sá endinn. Karf-
an er með öðrum orðum höfð fyrir nokkurs konar færi-
þunga. Á hinum nýrri og stærri loftskipum af þessari
tegund hafa menn þó gjört stýrisþynnur, líkt og gjörist
á öðrum loftskipum. Árið 1909 var smíðað skip með
þessu lagi, og tók belgurinn 5000 ten.st. Flest af þessum
skipum eru í þjónustu þýzka hersins, og þykja reynast
vel.
Fyrsti og annar fiokkur loftskipanna líkjast hvor öðr-
um í því, að báðir nota vindbelgina til þess, að belgur-
inn geti ávalt verið nógu vel þaninn og haldið laginu.
Þetta er afarnauðsynlegt, því að bæði geta loftþyngdar-
breytingar, og þó einkum hitabreytingar, gjört það að
verkum, að gasið annaðhvort
þenjist út, svo að belgurinn
rifni (einkum ef vel mikið
hefir verið látið í hann upp-
haflega), eða það dragist
saman og fyili eigi belginn.
Bæði er það skaðræði fyrir
jafnvægi loftfarsins, að gas-
ið gutli þannig til í belgn-
um, og svo skemmir það
dúkinn að brenglast og blaðra fyrir vindinum. En á hinn
bóginn eru þessir vindbelgir ætíð til mikils trafala og
erfiðisauka, og því gott að geta verið án þeirra.
Þriðja tegundin, stinnu loftskipin, eru gagnólík hin-
um að þessu sem öðru. Þetta lag er kent við Zeppelin
greifa, hinn þýzka. Austurríkismaður einn, er Schwarz
hét, varð að vísu nokkru á undan honum til þess að reyna
loftskip af líku tægi, þar sem allir hlutar skipsins voru
festir á eina samhangandi málmgrind, en hann braut skip
sitt, náiægt Berlín, árið 1897, og hafði eigi efni á því,
að leggja út i nýjar tilraunir.
Zeppelin greifi er fæddur 1838. Hann braut lengi
heilann um loftsiglingar. Árið 1898 tók hann að smíða
loftskip, og árið 1900 hafði hann lokið þvi. (Á 3.