Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 90
282
Loftfarir.
raynd sést utan á hliðina á einu af loftskipum Zeppelins,
og inn i það að nokkru leyti). Belgurinn á
þessu fyrsta skipi hans var 128 st. á lengd
og 11,66 í þvermál og var þaninn utan á
16 langbönd úr aluminium. Þessum lang-
böndum var haldið sundur að innan með
mörgum grönnum stálsperrum. Þessar sperru-
raðir ganga um þveran belginn og eru hólfin
milli þeirra 17 að tölu og svo er um búið,
að hvert hólf er sérstakur gasbelgur út af
fyrir sig. Með þessu er það unnið, að aðal-
belgurinn er ósveigjanlegur og heldur altaf
laginu, og svo hitt, að þótt gasið minki nokk-
uð, raskast eigi jafnvægið, og þótt einn belg-
urinn bili, þá hafa hinir nóg burðarafl eftir.
Belgurinn, eða belgirnir, tóku alls 11,000
ten.st. Að neðanverðu var grindin gjörð í
® líkingu við kjöl hinna eldri loftskipa, og
voru þar í tvær körfur, önnur aftan til, en
hin framan til. I hverri þeirra var hreyfi-
vél með 16 hestöflum, og sneri tveim skrúf-
um hvor. Skrúfurnar voru uppi undir mið-
jum hliðum belgsins. Hæðarstýri tvö lárétt
út frá hliðunum að aftan. Auk þess var
jj| 4 |ji r
hjálpað til með jafnvægisþunga á kjölnum.
Skipið bar 5 manns og 7 vætta þunga að
auki, og fór eitthvað 8 eða 9 st. á sek. Mik-
illar nákvæmni þurfti við, er skipinu var
lent, ef grindin átti eigi að skekkjast eða
brotna. Bezt var að koma niður á vatn, og
því fór Z. tilraunaferðir sínar yfir Bodenvatn-
inu. Þær urðu alls þrjár, og var þá skipið
ónýtt.
Z. hafði nú eytt fé sínu í fyrirtækið, og
tókst honum loksins eftir langa mæðu að fá
fé til láns, til þess að smíða næsta skipið,
Zeppelín II. Það var öilu stærra en hitt, og knúði