Skírnir - 01.08.1910, Síða 92
284
Loftfarir.
Meðan loftskipunum varð ekki stýrt, varð oft aðgrípa til
þess neyðarúrræðis, ef menn þurftu að flytja þau skamm-
an veg, án þess að hleypa úr þeim gasinu, að binda þau
ofan á vagna, og aka svo öllu saman þangað, sem fara
átti. Var þetta einkum gjört í hernaði við tjóðurbelgina,
sem áður er lýst. Þetta virtist í fijótu bragði ekki vera
til frambúðar, en þó varð það til þess, að menn fóru að
athuga hvort eigi mundi gjörlegt að nota loftbeigi til vagn-
flutninga. Þótt þetta þætti í fyrstu hin mesta flónska,
komust þó skrift- og verklærðir að þeirri niðurstöðu, eft-
ir mikil heilabrot, að slíkt mundi eigi óframkvæmanlegt,
og skai nú skýrt frá rökum þeirra til þessa.
Sé hæfilega stór loftbelgur festur ofan á vagn, svo
að lyftiafl belgsins sé jafnt þunga vagnsins, þá er þyngd
vagnsins á brautinni engin, og þarf eigi meira afl til þess
að knýja hann áfram, úr því að hann er einu sinni kom-
inn á stað, en svo sem svarar mótspyrnu loftsins á hvort-
tveggja, belginn og vagninn. En til þess þarf minna afi,
en til þess að draga vagnana eina áfram. Þjóðverjar
gjöra sér miklar vonir um þetta, og hafa þegar myndað
svifbrautafélag, sem ætlar von bráðar að leggja brautir
fyrir þessi flutningatæki víðs vegar um Þýzkaland. Fyrstu
tilraunabrautina á að leggja milli Marburg og Frankfurt
am Main. Helztu einkenni flutningatækja þessara eru
þannig: Loftbelgurinn er langur og mjór til endanna, af
Zeppelíns-gerðinni. Svífur hann í nokkurra stikna hæð
frá jörðu rnilli tveggja teina, sem festir eru á stólpa með-
fram brautinni. Neðan á belginn verður fest farþegja-
rými o. fl. Þessi verkfæri verða knúð áfram með raf-
magnshreyfivélum, er fá aflið frá aflstöðvum meðfram
brautinni. Tilraunir þessar verða gjörðar fyrst um sinn
með létthlöðnum vögnum, en þó verður fiutningsvél þessi
ætíð að hafa svo mikla lest af vatni, eða öðru, að alt
renni þungalaust eftir teinunum. Hraðinn á vél þessari
ætla menn að geti orðið geysimikill, en þó ætla menn að
fyrirtækið mundi borga sig bezt til þess að fiytja þunga-
vöru, ef minna væri hugsað um hraðann.