Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 93
Loftfarir.
285
Farbraut þessi er ætluð að muni verða mun ódýrari
en venjuleg járnbrautarlagning, og er fróðlegt að vita
hvernig hún reynist í framtíðinni.
Annars er nú svo komið, bæði á Þýzkalandi og víð-
ar, að síðan menn fóru að geta stýrt loftskipunum, hafa
myndast félög til þess að koma á reglulegum loftskipa-
ferðum milli ýmissa staða. En loftförin eru dýr; tveggja
manna far af einföldustu gerð, sem ekki verður stýrt
kosta þetta 3—5000 þýzk mörk, svo að farið verður selt,
en ekki gefið, svona fyrst um sinn.
Andrés Björnsson.
II. Flugvélar.
Vísinda- og listamaðurinn mikli Leonardo da Vinci
(um 1500) reit margt um fluglistina. Hann var einkar-
vel að sér í eðlisfræði þeirra tíma, og bera rit hans þess
ljósan vott, hve fjölhæfur hann heflr verið. Hann var
sannfærður um að takast mætti að gjöra flugvélar; hugð-
ist hann að ná takmarkinu á þann hátt, að spenna gjörð
um mittið með vængjum og öðrum útbúnaði; vöðvaafl
manna taldi hann nægja til að fljúga með slíkri vél. Da
Vinci sýndi og fyrstur manna fram á, hvernig gera mætti
fallhlífar.
Borelli, sá er áður er getið, gat þess í riti sínu »De
motu animalium* (um 1680) að vöðvaafl manna nægði
eigi til flugs; hann bar saman líkamsskapnað þeirra og
fuglanna, og gjörðí ýmsar tilraunir, er síðar hafa kornið
loftfarendum í góðar þarfir. Að sömu niðurstöðu komst
Helmholtz 1872 og færði ótvíræð rök að því að menn
mundu eigi af eigin ramleik geta hafið sig á loft né hald-
ið sér uppi, hversu hugvitlega sem vélarnar væri gerðar.
Fyrstu flugtilraun, sem óyggjandi sögur fara af, gerði
Feneyingurinn Fauste Veranzio 1617. Hann fór í fallhlíf
niður af háum turni og kom að sögn óskaddur niður.
Fallhlíf hans var með þeim hætti, að þaninn var sterkur