Skírnir - 01.08.1910, Page 94
286
Loftfarir.
dúkur um ferhirnda grind, en sjálfur hékk hann í taugum
niður úr grindarhornunum. Síðan hafa menn lagt mikið-
kapp á fallhlífasmíðar af ýmsri gerð. Vél Veranzios fekk
lítinn byr eða engan, enda hefir hún eigi verið tekin til
fyrirmyndar síðar. Árið 1783 gerði eðlisfræðingurinn
Sebastian Leormand í Montpellier gorkúlumyndaða fallhlífr
og vissi opið niður á tiuginu. Síðan höfðu margir fallhlíf-
ar sínar með því lagi. 1797 fór J. Gamerin í fallhlíf af
þessari gerð niður úr loftfari í 1000 m. hæð; það gekk
slysalaust að öðru leyti en því, að fallhlífin flutti herfilega
kerlingar á leiðinni vegna þess að loftið leitaði allavega
útrásar undan hvolffleti hennar. Síðar urðu þær umbæt-
ur á, að op var haft efst á fallhlífinni, og gekk þá förin
skaplega. Um 1870 lét Englendingurinn Cayley í ljós þá
skoðun á fallhlífum Garnerins og annara, að þeir hefðu
valið þeim vitlausasta lagið sem verða mátti. Eftir nána
rannsókn á jafnvægislögmálinu og margar tilraunir, komst
hann að þeirri niðurstöðu, að keilulag væri bezt til þess
fallið að halda hlutum í jafnvægi í loftinu og skyldi topp-
urinn vita niður. Þessa kenningu aðhyltist Cocking fyrst-
ur manna, en honum tókst eigi betur en svo, að hann
beið bana við fyrstu tiliaunina. Sakir þessara ófara voru
menn lengi tregir til að trúa kenning Cayley’s, en síðar
hefir reynslan sýnt, að hann hafði rétt fyrir sér; slys
Cockings var því að kenna að vélin var of veik. Af öll-
um þeim fallhlífasæg, er síðan hefir verið gerður, má
einkum geta Sattemanns-iaNhMaxmn&Y, er Kr. Paulus,
þjóðversk kona, hefir hlotið stórfrægð af; meira en 100
sinnum heflr hún farið í henni niður úr loftförum og aldrei
hlekst verulega á. í rauninni eru það tvær fallhlífar, hvor
upp af annari.
Af fallhlífatilraununum jókst mönnum svo mjög
reynsla og þekking á jafnvægislögmálinu, að svo má heita
sem flugvélarnar eigi þeim tilveru sína að þakka.
Flugvélarnar greinast eftir því, hvernig þær hefjast
á loft. Til þessa hafa gefist bezt flugvélar með drekalagi.
Til þess að gjöra mönnum skiljanlegt, með hvaða hætti