Skírnir - 01.08.1910, Side 96
■288
Loftfarir.
Eftir dauða Lillienthals kemur til sögunnar amerísk-
ur verkfræðingur, Chanute að nafni. Hann hafði tekið
sér til fyrirmyndar sýnishorn af flugvél eftir Lillienthal,
er hann hafði eigi fullgert. Það var einskonar dreki með
tveim flugþynnum hvorri upp af annari og opin hólf á
milli. Slíkar vélar mætti kalla tvíþynnunga (Biplan).
Aftur úr miðri vélinni gekk stýrið og var fjaðurmynduð
stöng. Chanute reyndi margsinnis vélina og tókst vel.
;Siðar smíðaði Voisin flugvél með þessari gerð, en breytti
stýrinu þannig, að þann festi annan miklu minni tvíþynn-
ungsdreka aftan og neðan á aðalvélina og hafði hann
fyrir stýri. Með svipaðri vél byrjuðu þeir bræður WiTbur
og Orville Wright — synir Miltons Wrights biskups í
Dayton í Bandaríkjunum — flugtilraunir sínar undir hand-
leiðslu Chanute’s. Þeir eru hinir mestu þjóðhagar í hví-
vetna; fyrst framan af stunduðu þeir hjólhestasmíði auk
ýmissa annarra starfa, þar til 1904, er þeir tóku eingöngu
að gefa sig við fluglistinni. Þeir breyttu áðurnefndum
tviþynnung á þann veg, að flugmanninum var ekki ætlað
að hengja fæturna niður úr vélinni, heldur skyldi hann
liggja á grúfu á neðri flugþynnunni. Þetta var mikil
bót; þungamiðjan færðist á haganlegri stað og loftmót-
spyrnan minkaði. En hjálparlaust gátu þeir nú ekki kom-
ið vélinni á stað, heldur urðu þeir að láta 2 menn eða
fleiri sveifla henni á loft. Auk þess var sá hængur á,
eins og á öðrum svifvélum, að þeir gátu ekki haldist uppi
nema skamma stund; en úr því varð eigi bætt meðan
hreyfiaflið vantaði.
Englendingurinn Henson varð fyrstur til að smíða
mótorflugvél (1843). Hún var þannig gerð: Yfir 30 m.
langa og 10 m. breiða trégrind, er beygðist lítið eitt upp
að framan, var þaninn sterkur silkidúkur. Stýrið var
stélmyndað, um 15 m. á lengd. Undir aðalflugfletinum
var karfa og í henni gufuvél, farþegarúm o. fl. Tvær
hjólskrúfur sín hvorum megin á körfunni áttu að knýja
vélina áfram; hugðist Henson geta stýrt henni til beggja
hliða með því að hægja eða herða á sínu hjólinu í hvort