Skírnir - 01.08.1910, Page 97
Loftfarir.
289
skiftið. Flugvélin var fremur létt og hafði 20 hestöfi.
Að vísu tókst Henson ekki að fljúga neitt að ráði með
vél sinni, en tilraunir hans urðu þó til þess að sýna að
knýja mætti flugvélar með gufuafli. í ágústm. 1871 sýndi
franskur stúdent, Penaud að nafni, smágervi af nýrri flug-
vél, er hann hafði fúndið upp; varð hann stórfrægur fyr-
ir, enda þótt hann kæmi aldrei vélinni á framfæri fyrir
fátæktar sakir. Vélkorn þetta var 50 m. löng stöng;
framantil um þvera stöngina var aðalflugþynnan fest, 45
cm. á lengd, en 11 á breidd, þar sem hún var breiðust.
Aftast á stönginni, rétt fyrir framan skrúfuna, var önnur
flugþynna miklu minni (stýrið), litið eitt skáhöll við stærri
þynnuna. Neðan á stönginni lágu 2 kátsjúk-taugar og
sneru þær skrúfunni, ef undið var upp á þær. Vélin hélt
ágætlega jafnvægi á fluginu og þykir hún bezta úrlausn-
in á þeim vanda, er lengi hafði vaflst fyrir mönnum, að
halda flugvélunum í jafnvægi. Hún hefir því — einkum
stýrislagið — orðið fyrirmynd flestra flugvéla franskra
og þýzkra alt fram á þennan dag. Sjálfur hafði Penaud
ekkert upp úr uppgötvun sinni; hann varð að hætta námi
sínu á hermannaskólanum í París sakir heilsubrests og dó
í mestu örbirgð tæplega þrítugur 1880. Ur þessu rekur
hver flugvélin aðra; menn keptust um að smíða þær, með
ærnum kostnaði; en árangurinn varð lítill; alt strandaði
á því, að hreyfivélarnar voru of þungar. Fallbyssukóng-
urinn Hiram Maxim smíðaði á árunum 1888—93 vél, er
kostaði yfir 400 þús. mörk og vó ásamt steinolíumótornum
26 þús. kg. Afreksverk framdi hún engin. Og svo fór
um fleiri. En alt um það komu þessar tilraunir fluglist-
inni að góðu gagni; menn voru nú komnir að nokkurn
veginn óyggjandi niðurstöðu um mörg vandaspursmál, er
að þeirri íþrótt lutu, voru farnir að þekkja jafnvægisgiidi
og burðarmagn flugvéla af margvíslegri gerð o. s. frv.,
og nú vantaði að eins hentugar hreyfivélar.
Um aldamótin 1900 var eigi unt að fá benzin-hreyfi-
vél, er vægi minna en 15 kg. á hvert hestafl; en á árun-
um 1902—6 hafði bifreiðaverksmiðjum nokkrum tekist
19