Skírnir - 01.08.1910, Side 98
290
Loftfarir.
að smíða hreyfivélar, er vógu aðeins 2—4 kg. á hvert
hestafl; voru þær fyrst reyndar í ýmsum loftförum og
gáfust vel, enda eru þau ekki jafn vandfýsin og flugvél-
arnar. Nú var loks björninn unninn. Von bráðar komst
skrið á flugmennina eigi síður en aðra loftfarendur, er
þeir Santos Dumont og Farman komu til sögunnar hér 1
álfu, en bræðurnir Wright í Vesturheimi.
Áður hafði Santos Dumont bygt hvert loftskipið að
öðru. En nú lagði hann þá smíð á hilluna og gekk nú
með engu minni hamagangi að flugvélunum. Alt varð
undan að láta. Kappið og kjarkurinn var óbilandi.
Hann harðnaði við hverja þraut. Flugvélagerðinni gjör-
breytti hann frá því er áður hafði tíðkast og kærði sig
kollóttan um reynslu fyrirrennara sinna; alt vildi hann
sjálfur reynt hafa. Margar vélar ónýttust fyrir honum;
en að síðustu smíðaði hann tvíþynnung með 50 hestafla
hreyflvél, er gat honum eigi minni né óverðskuldaðri orð-
stír en loftskipin áður fyr. Vél þessi var að mörgu leyti
frábrugðin eldri flugvélum. Stýrið setti hann framan á,
öfugt við það, sem áður hafði tíðkast; það var ferhyrnt
drekastýri á 7 m. löngum hálsi, hreyfanlegt til allra hliða.
Hjól voru undir vélinni og rann hún áfram góðan spöl,
er vélskrúfan tók að snúast, uns loftþrýstingurinn neðan
á flugfletina hóf alt á loft. Með vél þessari tókst S. D.
að fljúga um 220 metra í senn, og var þá nafn hans enn
á ný á hvers manns vörum; hann var fýrsti maður hér
í álfu er flaug loftbelgjalaust.1) Fyrirkomulag S. D. á
stýrinu hefir enginn tekið upp; Bleriot, flugmaðurinn frægi,
er fór yflr Ermarsund, notaði þó svipaða vél; telja flestir
flugmenn það óhyggilegt, en S. D. hamingjumann að drepa
sig ekki á því uppátæki. Eftir nokkrar mishepnaðar til-
raunir með nýjan tvíþynnung sneri S. D. bakinu við þeirri
') Um líkt leyti flaug danskur maður, E 11 e h a m m e r ab nafni,
með vél, er hann hafði sjálfur smíðað; má vera að hann hafi orðið fyrri
til en S. D. Hafa Danir nú upp á siðkastið sýnt allmikinn áhuga á
fluglistinni og margir þeirra getið sér góðan orðstír fyrir tilraunir í
þá átt.