Skírnir - 01.08.1910, Page 99
Loftfarir.
291
gerð og bjó til einþynnung (monoplan), er í fáu öðru
var frábrugðinn slíkum vélum en því, að S. D. lét stýri-
mannssætið vera undir flugfletinum, en hreyfivélina ofan
á. Vél þessa reyndi hann í nóv. 1907 og tókst vel. En
þá er hann ætlaði að vinna 50 þús. franka verðlaun, er
heitin voru fyrir að tijúga alt að 1 km. í lokuðum hring,
varð Farman honum hlutskarpari á vél, sem Voisin hafði
smíðað. Farman flaug yflr 1200 m., og þar með var feng-
in fullvissa um, að fljúga mætti loftbelgjalaust.
Frægust allra flugvéla, sem Frakkar hafa smíðað á seinni
tímum er tvíþynnungsvél Farman’s (4. mynd), og þykir hún
einna fullkomnust. Enda hefir F. um langt skeið skarað
fram úr keppinautum sínum. Af sömu gerð er og vél,
sem Delagrange flugmaður á; einnig hann hefir hlotið mak-
legt lof fyrir fluglist sína. Báðar eru vélarnar smíðaðar
í verksmiðjum bræðranna Voisin. Farmans-vélin er í
mörgu frábrugðin eldri flugvélum; í meginatriðum má þó
segja að hún sé sniðin eftir fyrirmynd Penaud’s og Cha-
nute’s, en allmargar breytingar gerðar, er til bóta þóttu
horfa. Grindin á vélinni er úr tré, og aluminium til
styrktar. Aftur af miðjum flugþynnunum gengur langur
bolur og aftast á honum er hliðarstýrið, en fremst um-
búnaður til að stýra vélinni upp á við. Neðan á vélinni
er hjól af sömu gerð og bifreiðarhjól, og rennur vélin