Skírnir - 01.08.1910, Síða 101
Loftfarir.'
293
Flugvél Wriglit-bræðranna (5. mynd) 'er án efa. beztá
flugfærið af mannahöndum gert, teem í lofti hefir sést. Fyrst
framan af vissu mehn næsta lítið um athafnir þeirrá; þeir
duldu þær vandlega,; fátt fréttist af þeim, og fæstu var
trúað, 'er sagt var. F orðurálfumenn töldu þa gortara;
þeir færu svona dult með vélar sínar af því að þær væru
einskært húmbúg. En þá er Wilbur Wright kom með
vél sína fram á sjónarsviðið á flugstefnunni í Le Mans á
Frakklandi, hvarf samstundis allur efi. Síðan hafa þeir
bræður óátalið skipað öndvegið meðal flugmanna heims-
ins. í Le Mans reyndist það satt, er þeir höfðu sagt um
ágæti vélarinnar; hún lét betur að stjórn en nokkur vél
hafði áður gert; það mátti snúa henni í hring aftur á
bak og áfram, og jafnvæginu hélt hún ágætlega, jafnvel
þótt stinningskaldi væri. Þetta stafar af því, að stýri-
maður getur beygt og skælt flugþynnurnar eftir vild. Tré-
grindin er þannig gjör, að hana má sveigja til og færa
saman með taugum, er ganga frá flugþynnuendunum nið-
ur að stýrimannssætinu og eru tengdar stýrissveifunum;
aðalflugfletirnir stuðla alt eins mikið að stjórninni og stýr-
in sjálf; en þeim er þannig fyrirkomið, að framan á vél-
inni eru tvær litlar samfastar svifþynnur, lárétt hvor upp
af annari, eins og aðalfletirnir; það er hæðarstýrið, til
þess ætlað að beina vélinni upp eða niður. En hliðar-
stýrið er tvær lóðréttar, samhliða svifþynnur, rétt aftan
við' aðalþynnurnar, og er það notað er víkja skal til hlið-
ar. Vilji stýrimaður halla vélinni á vinstri hlið, sveigir
hann vinstri afturrendurnar á aðalflugþynnunum upp á
við en hinar hægri niður á við. Eigi að beygja til hægri
eða taka af halla til vinstri, er aðferðin auðvitað gagn-
stæð. En jafnframt verður stýrimaður að hafa gát á hlið-
arstýrinu til þess að halda vélinni í réttu horfi. — Um
stærð vélarinnar er það að segja, að flugþynnurnar eru
12 X 2 m.; eru því flugfletirnir báðir samt um 50 □ m.
Flugflötur hæðarstýrisins er 3,5, en hliðarstýrisins 3 □ m.
25 hestafla hreyfivél snýr 2 tvíspöðuðum tréskrúfum, er
fara 450 snúninga á mín. Flugfærið alt, ásamt hreyflvél-