Skírnir - 01.08.1910, Page 102
294
Loftfarir.
inni hefir Wright smiðað sjálfur. — Umbúnaður sá, er
Wright notar til þess að hefja vélar sínar á loft, er frá-
brugðinn að því leyti, að hann er eigi áfastur vélinni
sjálfri og verður því eftir, er hún flýgur upp. Þetta hefir
þann kost, að vélin er laus við óþarfa þunga á fluginu,
en gallinn er sá, að hún getur ekki hafið sig á flug hvar
sem vera skal. Enda telja Þjóðverjar þetta ramvitlausa
aðferð; en ennþá hafa þeir þó ekki getað leyst þann
vanda svo viðunandi sé. Þetta er því eitt af hinum mörgu
vandaatriðum fluglistarinnar, sem enn bíða úrlausnar.
Hér hefir nú verið drepið stuttlega á helztu atriðin í
sögu fluglistarinnar og framfarir hennar á síðari tímum.
Þrátt fyrir hinar mörgu og miklu umbætur, er henni hafa
áskotnast á síðustu árum, má þó segja að hún sé enn á
bernskuskeiði. Hún er eins og efnilegur unglingur, er
vænta má að verða muni atkvæðamaður, er aldur og
þroski færist yfir hann. En forðast skulum vér að spá
nokkru um framtíðina; það er mjög svo erfitt að gera sér
nokkra hugmynd, sem vit sé í, um það, hvernig heimur-
urinn muni líta út svo sem einni öld eftir að fluglist er
orðin einn af aðaleiginleikum mannkynsins. Enda munu
skáld og aðrir flmbulfambarar taka það að sér. — Lúk-
um vér svo máli voru og biðjum góða menn velvirðingar.
Magnús Björnsson.