Skírnir - 01.08.1910, Page 103
Orkunýting og menning.
Eftir Guðrn. Finnbogason.
Ekki er unt að hugsa sér preítlausari viðskiftavin en
náttúruna. Hún heíir fasta verðlagsskrá og víkur hvergi
frá. Um aldir alda selur hún sömu gæði sama verði.
Oæði hennar eru viðskiftileg, eitt má fá fyrir annað, en
fyrir sama skamt af einhverjum tilteknum gæðum lætur
hún ætíð úti ákveðinn skamt, veginn og mældan, af öðr-
um gæðum. Og svo er hún reikningsglögg, að hvergi
skeikar. Hún svíkur engan, og enginn fær svikið hana.
Sama verður þvi miður ekki ætíð sagt um mennina.
Gerum ráð fyrir, að eg þyrfti að láta flytja 4 kassa,
er hver vegur 50 kg., neðan af götunni og upp áloft, 10
metra yfir jörð. Eg sem um það við verkamann að bera
upp kassana, og greiði honum það kaup sem hann setur
upp. Síðan fæ eg að vita að hann hefir tekið af mér
hálfu hærra kaup en aðrir mundu hafa gjört og hann var
vanur að taka af öðrum fyrir sömu. vinnu. Hann hefir
þá prettað mig. Það gat hann. En náttúruna getur hann
ekki prettað. Það sjáum vér, er vér athugum hvað til
þess þarf að koma kössunum upp á loftið.
Kassarnir fara ekki þversfótar af sjálfum sér. Það
kostar e r f i ð i að koma þeim upp á loftið, og erfiðið var
það, sem eg borgaði manninum. En hvað er þá erfiði?
Ef til vill þykir þetta ófróðlega spurt og letimann-
lega, því allir, sem einhvern tíma hafa tekið handartak,
munu þykjast vita, að erfiði er tólgið í því, að vinna bug
á viðnámi, og að til þess þarf afl, jafnmikið og viðnámið