Skírnir - 01.08.1910, Síða 104
296
Orkunýting og menning.
er. Kassarnir veita viðnám þegar reynt er að lyfta þeim
frá jörðu, og þetta viðnám er jafnt þunga þeirra. Þyngd
mælum vér í kílógrömmum. En erfiðið sem í því er fólgið
að lyfta 1 kg. í 1 metra hæð, köllum vér kílógrammetra
erfiði. Ef eg í stað þess að lyfta 1 kg. í 1 metra hæð
lyfti 10 kg. í sömu hæð, þá tífaldast erfiðið, hvort sem eg
lyfti hverju kílógrammi út af íyrir .sig eða öllum í senn.
En erfiðið tifaldast líka, ef'eg lyfti 1 kg. í 10 m. hæð í
stað þess að lyfta því 1 m. Það verður í báðum tilfell-
um 10 kgm. En eg drýgi líka 10 kgm. erfiði ef eg lyfti
2 kg. í 5 m. hæð, eða 5 kg. í 2 m. hæð. Af þessu er
ljóst, að erfiði má mæla með því að margfalda saman við-
námið, sem sigrast er á, og vegalengdina, sem það nær
yfir, eða aflið sem til þess þarf og vegalengdina, sem það
flytur átakspúnkt sinn. Verkamaðurinn, sem fiutti kass-
ana mína upp á loftið, hefir því drýgt 4X50X10 = 2000
kgm erfiði.
Hvernig sem hann nú færi að því að koma kössun-
n m upp á loftið, þá kostar það sama erfiði. Ef til vill
kemur einhverjum í hug, að með hagsýni mætti komast
af með minna erfiði en ella, t. d. með því að nota ein-
falda vél. En svo er ekki. Gerum ráð fyrir að verka-
maðurinn gæti dregið upp einn kassa (50 kg.) í reipi, ef
hann stæði á loftskörinni. Festi hann nú annan reipis-
endann í krók á loftskörinni og bregði reipinu undir skoru-
hjól í blökk, sem kassinn væri festur neðan í, þá gæti
hann að vísu dregið upp tvo kassa (100 kg.) eins auð-
veldlega og hann áður dró einn, því að krókurinn ber nú
hálfan þungann, en hann yrði að draga að sér helmingi
lengra reipi, og erfiðið yrði því hið sama, hvort sem hann
drægi hvern kassa fyrir sig, eða notaði skoruhjólið og
drægi tvo i einu.
Til þess að drýgja erfiðið, sem í því var fólgið að
koma kössunum upp á loftið, hefir verkamaðurinn orðið
að neyta o r k u sinnar,, Hann hefir breytt vöðvaorku
sinni í erfiði. Og allir vita að orka manns dvínar því
meir sem hann erfiðar lengur. Hann verður þreyttur og