Skírnir - 01.08.1910, Side 105
Orkunýting og menning.
297
svangur. Nýja orku fær hann aftur' með fæðunni; því
»maturinn er mannsins megin«, en að því komum vér
síðar. Hér skal að eins bent á þetta, að erfiði fæst fyrir
örku, eða að orka getur breyzt í erfiði. En hvað verður
um erfiðið? Verður það að engu, eða kemur jafnan eitt-
bvað í staðinn? Reynslan virðist sanna, að erfiði verður
aldrei að engu, það breytist í annað. Svo er t. d. um
erfiðið, sem gekk til þess að koma kössunum upp á loftið.
Það er að vísu horfið, en þegar betur er að gáð, kemur
það fram, að erfiðið befir breyzt í orku, sem kassarnir hafa
öðlast við það að lyftast 10 m. yfir jörð. Það má kalla
stað-orku þeirra, og henni má breyta í erfiði, sem þá
reynist jafnt því, sem gekk til þess að lyfta þeim 10 m.
hátt. Ef vér t. d. tækjum einn kassann, festum hann i
reipi, legðum reipið yfir skoruhjól í loftskörinni, en hengdum
jafnþungan kassa í hinn reipisendann og létum svo kass-
ann falla, þá mundi hann, ef engin væri núnings-fyrir-
staðan, lyfta hinum í sömu hæð og hann fellur úr, þ. e.
drýgja sama erfiði og þurfti til þess að lyfta honum sjálf-
um í þessa hæð.
En vér gætum eins vel látið kassann falla þannig, að
hann lyftist aftur sjálfur. Gerum lykkju á reipisenda og
bregðum henni á krók í loftskörinni, bindum kassann í
reipið og færum hann til hliðar svo langt sem reipið nær
og látum hann svo falla. Hann fellur þá í boga með vax-
andi hraða, unz reipið hangir beint niður, en hann nemur
ekki staðar, heldur lyftist í boga til hinnar handar með
þverrandi hraða, og væri ekki viðnám loftsins og núnings-
fyrirstaða á króknum, mundi hann ekki stöðvast fyr en
hann væri kominn í sömu hæð og hann féll úr, falla svo
aftur sömu leið með vaxandi hraða, unz reipið hangir
beint niður, lyftast á ný jafnhátt og fyr, og þannig koll
af kolli. í reyndinni lyftist kassinn í hverri nýrri um-
ferð lægra en áður, sem kemur af því, að nokkuð af erf-
iðinu, sem hann getur drýgt, gengur til þess að vinna bug
á viðnámi loftsins og núningsfyrirstöðunni, þar sem krók-
ur og reipi koma saman. Meðan kassinn var að falla