Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 106
Orkunýting og menning.
jSuo
svo langt niður sem hann komst jókst honum ný orka,
sem fólgin var í hraðanum, og þessi orka, hreyfi-orka,
breytti8t aftur í erfiði, sem gekk til þess að lyfta honum
aftur og sigrast þannig á viðnámi þyngdarinnar. Hreyfi-
orkan dvínar því meir sem erfiðið vex, þ. e. kassinn lyft-
ist, og þegar hann nemur staðar, hefir hann fengið stað-
orku, sem aftur breytist á fallinu i hreyfi-orku, — koll
af kolli.
Ef til vill þykir þetta undarlega að orði komist, en
þó vita allir, að hlutir á hreyfingu geta drýgt erfiði, unn-
ið bug á viðnámi, að streymandi vatn getur hreyft vinnu-
vélar og stundum flutt stór björg úr stað, að streymandi
loft, stormurinn, hrærir skip yfir höfin og rífur stundum
hús af grunni og eikur upp með rótum. Jafnkunnugt er
hitt, að því hraðara sem hlutur fer, því meira erfiði getur
hann drýgt, ef hann mætir viðnámi. Nagii gengur ekki
inn í tré, þótt hamarsskallinn sé lagður hægt á hann, en
sé hamrinum slegið, rekst hann inn og því dýpra sem
hamrinum var hraðara sveiflað.
Vér höfum nú séð að orka getur breyzt í erfiði og
erfiði í orku, og að ein orkan getur breyzt í aðra. En
orkan er margskonar.
Það kostar erfiði að draga upp fjöðrina í klukkunni,
því eins og allir fastir hlutir veitir hún viðnám þegar
reynt er að breyta formi hennar. En erfiðið hefir breyst
i orku, sem sést af því að fjöðrin getur nú hreyft klukku-
hjólin. Þegar fjöðrin hefir aftur náð sínu upphafiega formi,
er orka hennar — form-orkan eða fjaðurmagnið —
þorrin, og klukkan stöðvast. A sama hátt kostar það erf-
iði að draga upp boga, og form-orkan, sem hann fær við
það, breytist í hreyfi-orku örvarinnar þegar strengnum
er slept.
Eins og fastir hlutir veita viðnám þegar reynt er að
breyta formi þeirra, veita allir hlutir, hvort heldur eru
fastir, fijótandi eða loftkendir viðnám, ef reynt er að færa
saman rúmtak þeirra eða rými. Lofttegundum má þrýsta
nokkuð saman í lokuðu íláti. Þeim eykst þá rýmis-