Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 107
Orknnýting og menning.
o r k a, og þær geta því drýgt erfiði, er þær þenja úr
sér aftur. Það er rýmis-orka vatnsgufunnar sem hreyfir
bulluna í gufuvélinni.
Þegar vér nefnum gufuvélina, minnumst vér h i t a n s.
Það er hitinn, sem breytir vatninu í gufu og eykur rýmis-
orku hennar. En af hverju kemur hitinn í gufukatlinum?
Hann kemur þegar kolin í eldstónni brenna, en þau brenna
er kolaefnið sameinast súrefni loítsins og myndar með
því kolsýru. Þegar efnin sameinast, kemur t'ram hiti. En
um leið missa þau orkuna sem í þeim býr meðan þau eru
aðskilin, líkt og steinninn sem fellur til jarðar missir stað-
orkuna, sem hann hafði áður en hann féll, og hann hafði
fengið er honum var lyft. Og til þess að skilja efnin að
aftur, verður ný orka að koma til, alveg eins og nýrrar
orku þarf til þess að lyfta steininum á ný.
Vér minntumst á kolsýruna. Hún kemur ekki einungis
úr öllum reykháfum veraldar, heldur og úr hverjum barka
sem lífsanda dregur. Vér öndum stöðugt frá oss kolsýru,
sem myndast þegar kolefni líkamans »brenna«, þ. e. sam-
einast súrefninu, sem vér höfum andað að oss og borist
hefir með blóðinu frá lungunum út um allan líkamann.
Frá þessum efnum er sameinast í líkamanum fær hann
alla þá orku sem hann neytir til að drýgja hverskonar
erfiði, en efnin fær hann með fæðunni. Mennirnir fá fæðu
sína úr líkömum jurta og dýra, en dýrin nærast á öðrum
dýrum, eða á jurtum, svo í rauninni eru jurtirnar orku-
brunnur manna og dýra. Grænu jurtirnar geta hagnýtt
sér kolsýruna, en þess er dýrunum varnað. Blaðgræna jurt-
anna er einskonar smiðja tii þess að gera úr kolsýr-
unni lífræn efni, og þau geta sameinast súrefni loftsins,
er þau mæta því í lifandi líkama. Það er þvi hagkvæm
verslun, er menn og dýr eiga við jurtirnar. Þær fá, ef
svo má að orði kveða, ílát orkunnar tóm og skila þeim
svo aftur fullum af orku. Auðsætt er að jurtirnar yrðu
brátt gjaldþrota á þeim viðskiftum, ef þær ættu sér ekki
þann vininn, sem er eins örlátur og hann er hlýr
og bjartur yfirlitum, en það er sólin. í sólargeislunum, er