Skírnir - 01.08.1910, Side 109
Orkunýting og menning.
301
lögum. Náttúran heíir, eins og vér áður sögðum, fasta
verðlagsskrá. Fyrir ákveðinn mæli einnar orku fæst á-
kveðinn mælir annarar. En orkan er mælanleg, því hverri
orku má breyía i erfiði, og erfiðið má mæla, eins og vér
höfum 8éð.
Orkan er sem gullið, hver tegund hennar er sem
mótuð mynt. Fyrir tiltekna tölu króna fást svo og svo
mörg mörk, eða frankar, eða skillingar, og sama krónu-
talan fæst fyrir ákveðna tölu marka, hvort sem þeim er
víxlað beint í krónur, eða fyrst í franka eða skillinga, og
þá í krónur. En eins og víxla má tilteknum krónufjölda
svo, að fyrir nokkrar krónur komi mörk, en fyrir hinar
frankar eða skillingar, eins má breyta einnitegund orku sam-
tímis í fieiri en eina aðra orkutegund, en hve margar sem
tegundirnar verða, þá jafngilda þær samlagðar orkunni
sem þær komu fyrir. Orkan vex hvorki né þverrar í
heild sinni, hún breytir aðeins mynd.
An orku skifta engin breyting! Það er að verða orð-
tak vísindanna. An orku-skifta stæði alt í stað, stirt og
kalt og andvana. Orkuforða náttúrunnar verður að vísu
ekki breytt, en myndbreyting orkunnar er margvísleg, og
þar með hagnýting hennar. En hagnýting einhverrar orku
er í því fólgin, að breyta henni í þá orkuna, sem neyta
þarf til þess að öðlast það sem hugurinnn þráir. Fyrir
orkuna sem býr í vöðvum mínum, get eg fengið hvaða
orku sem eg vil, ef eg hef nægilegar tilfæringar til að
breyta henni í aðra orku. Eg get t. d. dregið sleða upp
á fjallsbrún. Hann fær þá stað-orku, og henni get eg snúið
í erfiði og hreyfi-orku með því að láta sleðann falla — renna
niður brekkuna. Erfiðið gengur til þess að vinna bug á
núningsfyrirstöðunni milli hjarnsins og meiðanna, og breyt-
ist í hita, en hreyfi-orkan skilar sleðanum áfram eftir að
hann er kominn niður á jafnsléttu og gengur til þess að
vinna bug á núningsfyrirstöðunni þar. Eg hefði líka get-
að þetta tilfæringalaust, með því að ganga upp á brúnina
-og setjast á hjarnið og renna mér. Að eg kaus sleðann,
kom af því að eg vildi heldur láta hann taka við nún-