Skírnir - 01.08.1910, Page 110
302
Orkunýting og menning.
ingnum og höggum á nibbum og hrjónum, og svo rennur
hann betur en buxnasetan. Og að eg ver orku minni til
þess arna, kemur af því, að eg hef gaman af að renna mér.
Eg get ekki með vöðva-orku minni skilið í sundur
frumefni vatnsins, því fjarri fer því að eg geti gripið súr-
efnis-eindirnar annari hendi og vatnsefnis eindirnar hinni,
og skilið þær að eins og reiða hunda. En eg get beitt
orku minni til þess að snúa rafsegulvél, og með fulltingi
rafmagnsstraums skilið efnin að, eins og áður var sýnt. —
Eg get ekki hoppað upp í loftið og tekið fuglinn fljúg-
andi, sem mig langar í, en eg get dregið upp boga, lagt
ör á streng og skotið fuglinn. Fyrir vöðva-orkuna fékk
eg form-orku bogans, fyrir form orku bogans fékk eg hreyfl-
orku örvarinnar, og hún var það, sem skilaði örvarodd-
inum inn að hjarta fuglsins.
Svona má fyrir hverja tegund orku sem er, fá hverja
aðra er vill, e f tilfæringar eru nægar til að breyta einni
orku í aðra, alveg eins og fyrir hvaða mynt sem er, má
fá jafngildi hennar í hverri annari mynt er vill, ef menn
8núa sér til víxlara, sem hefír nægilega góð viðskiftasam-
bönd. Allar vélar, hverju nafni sem nefnast, eru tilfær-
ingar til að breyta einm orku í aðra. En á hvaða orku
maður þarf að halda, og í hvaða mæli, fer eftir því, hvað
maður vill framkvæma, eða hvers maður vill njóta.
Auðsætt er, að til þess að eiga hagkvæm viðskifti
við náttúruna, þarf að þekkja lög hennar og vita nákvæm-
lega verðlag hverrar orku, en það er, eins og áður er
sagt, fast. Náttúran býður fram allan sinn orkuforða og
maldar ekki í móinn, þótt mennirnir fari með hann eins
og sína eign. En hún heldur fast við verðlagsskrána.
Fleira er einkennilegt í fari náttúrunnar, sem hér
verður að minnast á. Eitt er það, að hún er aíartreg til
að skifta einni orkutegund fyrir jafngildi hennar í ein-
hverri annarri tegund einni saman. Fyrir eina tegund
orku fæst venjulega fleiri en ein önnur tegund. Náttúr-
an er eins og víxlari, sem fyrir tiltekna tölu króna vill
ekki borga jafngildi þeirra t. d. í mörkum einum saman,