Skírnir - 01.08.1910, Page 112
304
Orkunýting og menning.
orkan. En hvoratveggja orkuna má mæla. Reynslan
sýnir, að í venjulegum steinolíulampa breytast að eins
2—3% af efnisorku steinolíunnar í ljós. Á því sést-, að
hann er mjög ófullkomin vél, Nýjustu lampar, sem breyta
steinolíunni í gas og hafa glóðarnet, snúa um 10%
efnisorkunni í ljós. Þeir eru því miklu betri vélar.
Nú má spyrja: Hver eru skilyrði þess, að ein orkan
breytist í aðra? Það mun sjást, ef vér athugum nokkur
úæmi.
Jörðin brunar um himingeiminn með hraða, sem nem-
ur nálega 30 km. á sekúndunni, og hreyfi-orka hennar er
því feiknamikil. T. d. mundi hnefastór steinn með þeim
hraða eiga orku til að sprengja hús í loft upp, ef hann
rækist á það. En hreyö-orka jarðarinnar kemur oss að
engu haldi, því allir hlutir á jörðunni hafa sama hraða
og hún. Og meðan svo er, getur hreyfi-orkan ekki breyzt
í aðra orku. Til þess þyrfti hraðamunur að koma
fram. Hann gæti t. d. komið við það að jörðin rækist á
annan hnött.
Þetta má sjá í smærri stíl í járnbrautarvagni. Meðan
hann heldur áfram með jafnri ferð, er alt laust, sem í
vagninum er, kyrt á sínum stað, bæði farþegar og annað.
:Sé nú hömlunni beitt og vagninn stöðvaður skyndilega,
breytist hreyfi-orka hans í hita. En farþegarnir kastast
áfram, því þeir eru lausir við vagninn, og hömlunni er
ekki beitt á þá, þeir halda því hieyfi-orku sinni unz þeir
reka sig á og hún breytist i annað.
En svona er með hverja orku sem er. Hún breytist
ekki i aðra, nema stigmunur eigi sér stað. Séu tveir mis-
heitir hlutir settir í samband hvor við annan, streymir
hiti frá hinum heitari til hins kaldari, unz báðir hafa náð
sama hitastigi, og hita sem streymir þannig má breyta í
aðra orku. En hafi báðir hlutirnir sama hitastig, streymir
enginn hiti milli þeirra, og notagildi hans er þvi 0. öll
hans orka er bundin, að sínu leyti eins og vatnsins, þegar
það er komið í lygnan sæinn. Vatn sem fellur frá hærri
stað til lægri staðar er gætt orku, sem breyta má í aðra