Skírnir - 01.08.1910, Síða 116
308
Orkunýting og menning.
verkfæri gerð til að hagnýta sér hana. En öll framför
í verkfæragerð og vélasmíð er í því fólgin, að auka nota-
gildi orkunnar sem beitt er. Hver hnífur er því betri,
þvi minni orku sem þarf til þess að skera með honum
það sem skera á. Hver hjólhestur því betri, því meira
sem notast til að skila honum áfram af orku þeirri sem
neytt er til að stiga hann, og því minna sem þarf til að
vinna bug á núningsfyrirstöðu. —
Lítum á félagsMð. Það er að vísu ein af stoðum
allrar menningar, þó það sé ekki eina stoðin; enda á það
sér líka stað hjá dýrum. En einkenni félagslífs er sam-
vinna að sameiginlegu markmiði. Notagildi orkunnar vex
með félagslííinu, fyrst og fremst fyrir þá sök, að þar má
koma reglubundnu skipulagi á notkun orkunnar. Og allir
vita, að orkan kemur að betri notum þar sem röð og regla
drotnar, heldur en þar sem hver þvælist fyrir öðrum og
alt fer í handaskolum. Á hinn bóginn verður að líta svo
á, sem félagslífið sé að sama skapi gott sem notagildi ork-
unnar vex með því.
Félagslífinu fylgir verkaskifting. Hún á sér raunar
víðar stað en þar, því hana má sjá í líkömum allra líf-
vera, nema þeirra er lægst standa. Lífverurnar eru bygðar
af mörgum líffærum, er hvert hefir sitt verk að vinna, en
öll vinna þau saman í þarfir lífverunnar, að vexti hennar
og viðgangi. En hvort heldur er verkaskifting meðal líf-
færa lifandi líkama, eða meðal sjálfstæðra einstaklinga, er
saman lifa í félagsskap, þá er tilgangur hennar og ávinn-
ingur: betri hagnýting orkunnar í þarfir heildarinnar.
Að notagildið vex með verkaskiftingu kemur af því,
að »það verður hverjum að list sem hann leikur«. Lít-
um t. d. á mann, sem er að læra á skautum. Hann neyt-
ir allrar orku til að komast áfram, baðar út höndunum
til að halda jafnvæginu, og gerir ótal aðrar óþarfahreyf-
ingar. Þess vegna lýist hann brátt. Við æfinguna, hverfa
þessar óþörfu hreyfingar, og með þeim erfiðið, sem þær
kostuðu. Orkan gengur til þeirra hreyfinga einna, er að
haldi koma, og því leiknari sem skautamaðurinn verður,