Skírnir - 01.08.1910, Síða 118
310
Orkunýting og menning.
málsgreinar. Þyki einhverjum sem enn ætti að gera kröfu
um fegurð málsins, þá gæti hann að hvort hún kemur
ekki eins og náðargjöf, ef fyrstu boðorðunum er hlýtt.
Nú er málið ekki að eins talað, heldur og ritað. En
1 e t u r alt er því betra, sem það er skýrara fyrir augað,
og hægra fyrir höndina. Og fullkomnust stafsetning
væri sú er samræmust væri réttum framburði, og veit
hver kennari hvílíkri orkueyðslu það veldur, að framburð-
ur og stafsetning fara svo oft sína leið hvort.
Málið er ekki að eins flutningsfæri hugsananna, heldur
og geymslufæri þeirra. Það skilar þeim yfir aldabilin,
jafnt og yfir höf og lönd. Aldrei hafa orð verið víðfleyg-
ari en nú, er heimspóstsambandið, símar og loftskeyta-
stöðvar greiða þeim götu hvert um heim er vill.
En hér er nú sá annmarki á, að tungan er ekki ein,
heldur margar. Greining tungnanna er þröskuldur á við-
skiftavegi þjóðanna, og ódæma orku er varið til að kom-
ast yfir hann.
Ostwald telur því mikla nauðsyn á að mynda alþjóða-
mál, til að greiða viðskiftin meðal þjóðanna, og hann var
einn af þeim vísindamönnum ýmissa þjóða, er fyrir skömmu
sátu í nefnd til að íhuga þær breytingar er gera þyrfti á
Esperanto, svo að það næði sem bezt tilgangi sínum. Hann
hefir mikla trú á framgangi þessa málefnis, og telur al-
þjóðamál ekki að eins fyrir þá sök nauðsynlegt, að á þann
hátt gæti hver sem það kynni átt aðgang að öllu því er
markvert væri ritað í vísindum, heldur og vegna þess að
öll mál eru meir og minna ófullkomin, sem von er til,
þar sem þau eru orðin til á þeim timum er andlegur
þroski og þekking var minni en nú. Með því að skapa
sér nýtt mál, laust við gallana sem loða við þau mál
sem nú eru notuð, fengi mannsandinn betra verkfæri að
vinna með. Jafnframt mundi vinnan að þessari smíð
leiða til þess, að rannsökuð yrði betur en fyr öll hugtök
og sambönd þeirra sín á milli, og þannig kæmist betri
regla og skipulag á hugsanaforða mannkynsins, en það
mundi valda miklum framförum í vísindum. —