Skírnir - 01.08.1910, Page 119
Orkunýting og menning.
311
Athugura nú snöggvast framfarir í verzlun, því allir
munu telja þær menningarframför.
Fæst af því sem mennirnir þurfa sér til lífsviðurhalds
og nautnar, réttir náttúran þeim í þeirri mynd er þeir
óska og þarfnast. Þeir verða því að ummynda það sem
náttúran býður fram, unz það hæfir þörfum þeirra. Þess
vegna fer framleiðsluverð hvers hlutar, annars vegar eftir
efninu í honum, og hins vegar eftir því, hverju varð til
að kosta til þess að gera hlutinn úr efninu og koma hon-
um þangað sem hans þarf, en það verður æ minna með
vaxandi menningu.
Þó framleiðsluverð tveggja hluta sé hið sama, þá
hafa menn oft mismunandi mætur á þeim. Af því kemur
verzlun. Eigi tveir menn sinn hlutinn hvor, og þyki hvor-
um hins hlutur mætari en sinn, þá geta þeir skift, og orðið
ánægðari eftir en áður. Og séu báðir jafnánægðir með
skiftin, verður ekki á betra kosið.
Til þess að skifta hlutum á þennan hátt, verður að
hittast og hafa til hlutina samtímis. En oft eru erfiðleikar
á hvorutveggja. Til þess að draga úr þeim, spara sér
orkuna sem mest, hafa fundist góð ráð. Meðal annara
markaður og peningar.
Markaður er staður, þar sem koma saman á tilteknum
tíma þeir er viðskifti vilja eiga. Því fleiri sem koma til
slíkrar kaupstefnu, því meiri eru líkurnar að þeir hittist,
sem bezt eiga kaup saman.
Orkusparnaðinn, sem markaðurinn veldur, má mæla í
vegalengdum. Vilji t. d. 10 menn eiga kaup saman, þá
yrði hver þeirra að fara til 9 annara og fá heimsókn af
þeim, til þess að ekkert færi væri ónotað, það eru samtals
90 leiðir. Fari þeir allir til markaðs, verða leiðirnar 10.
Þegar tveir menn skiftast vörum á, þá er í rauninni
hvor um sig bæði kaupandi og seljandi gagnvart hinum,
því hvor þeirra afhendir hinum hlut og tekur af honum
annan hlut jafngildan fyrir. Nú ber það við, að þótt einn
vilji selja og annar kaupa, þá hefir ekki kaupandi ein-
mitt þann hlut, er seljandi vill kaupa, heldur annan, sem