Skírnir - 01.08.1910, Side 120
312
Orkunýting og menning.
aðrir mundu vilja kaupa. Kaupandi yrði því að skifta
sínum hlut gegn öðrum svo oft sem þyrfti þangað til hann fengi
í hendur einmitt þann hiutinn, sem hinn vill kaupa.
Úr slíkum vafningum greiða peningarnir. Peningar
eru hlutir sem seljendur annara hluta vilja kaupa, ef ekki
sjálfra þeirra vegna, þá vegna þess að fyrir þá má fá
hvern þann hlut er á markað er settur. En sá sem fyrir
það sem hann selur fær hlut, sem hann getur keypt sér
fyrir þann hlutinn er hann vill, kemst auðvitað að jafn
góðum kaupum og þó hann skifti hlutunum beint.
Nú eru peningar svo gerðir, að þeir eru auðgeymdir og
auðfluttir, og svo deilanlegir, að finna má í þeim jafngildi
hvers hlutar sem selja á eða kaupa. Þeir eru því verð-
mælir alls sem gengur kaupum og sölum, og er að því sami
hægðarauki og að kvarðanum, er bera þarf saman stærð
hluta, eða voginni, er vita þarf þyngd þeirra.
Seint yrði að telja allan orkusparnað er peningar valda.
Sá sem á peninga, getur keypt hvern blut á þeim stað
sem hann fæst beztur og ódýrastur, og á þeim tíma sem bezt
hentar. Hann þarf ekki að flytja þungavöru langan veg,
til að borga með henni það sem hann kaupir. Hann greið-
ir andvirðið í peningum, og þeir eru auðfluttir. Þá hluti
sem hann þarfnast ekki í bráð, getur hann frestað að kaupa
þangað til þörfin kallar, en það er sparnaður, því flestir
hlutir rýrna allrajög og skemmast við geymslu, nema þvi
meir sé til geymslunnar kostað. En peningar geymast
vel.
Peningar eru því hið ágætasta verkfæri til að greiða
viðskifti og þar með samvinnu manna um heim allan, og
stuðla að því, að hver hlutur komist þangað sem hann
kemur að beztu haidi.
Eins og flest það er nöfnum tjáir að nefna má fá fyr-
ir peninga, eins má fá peninga fyrir það aftur. Og af því
sá sem peninga heflr og með þá kann að fara getur spar-
að sér orku, eins og áður er sýnt, þá stendur hann því
betur að vígi gagnvart öðrum sem þeir hafa minni pen-
ingaráð. Af því leiðir aftur, að peningar safnast helzt á.