Skírnir - 01.08.1910, Síða 121
Orkunýting og menning.
313
þær hendur sem mest hafa fyrir af þeim, og þarmeð vald-
ið sem þeim fylgir. Saga síðustu tíma sýnir hversu ein-
stakir miljónamæringar geta orðið ofjarlar ríkisvaldsins,
og þannig hættulegir þjóðfélaginu, er þeir eru misindis-
menn. Ostwald telur því nauðsyn á, að ríkisvaldið setji
með einhverjum hætti skorður við því að svo mikill
auður safnist i hendur einstakra manna, að þeir geti orð-
ið ríkisvaldinu hættulegir, alveg eins og ekkert ríki þolir
einstökum mönnum að halda her og nota í þjónustu sjálfra
sín. Ríkisvaldið verður sjálft að tryggja sér yfirráð þeirr-
ar orku er í slíku auðsafni býr, og til þess hefir það rétt,
því hún hefir fengið þroska sinn í skjóli þess. —
Aliir munu telja það framför í menningu er lögskipu-
lag og dómstólar komu í stað hnefaréttar einstakra manna.
En að hverju miðar lögskipulag og dómstólar'? Að því
að jafna ágreining meðal einstaklinga og koma á samræmi
milli hagsmuna einstaklinganna og þjóðfélagsheildarinnar,
stuðla að því að hver og einn fái óáreittur að neyta orku
sinnar á þann hátt sem öðrum er meinalaus. Þar sem
slíkt skipulag er ekki komið á, verður jafnvægi einstakl-
inganna löngum óstöðugt. Sá sem verður fyrir ágangi af
öðrum, gerir þá meira á hluta hans aftur en nemur þeim
skaða er hann varð fyrir. Þar með er hinum óréttur gjör.
Hann hefnir sín enn greypilegar, og svona gengur koll af
kolli, unz annarhvor og þeir sem honum fylgja eru yfir-
bugaðir. En því meiri orku sem neyta þarf til sóknar og
varnar, því minna verður afgangs til annars. Allur fjand-
skapur er orku-spillir.
Með því að hlíta lögum og láta óvilhallan dómstól
dæma um málið, má spara sér orkuna sem gengi til bar-
áttunnar. Sá sem tjón hefir beðið af annars völdum fær
sér þá dæmdar skaðabætur, og þar með er hin fyrsta
undirrót fjandskaparins úr sögunni. En auðvitað verða
dómstólarnir að hafa vald að bakhjaili, sem sterkara er
en hver sem gegn því reyndi að rísa.
Til skamms tíma hefir það þótt svo sem sjálfsagt, að
ágreiningur milli ríkja yrði ekki útkljáður á annan hátt.