Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 123
Orkunýting og.menning.
315
ur framför í öllum greinum þeirra. Það er likt og þegar
flóð stígur að ströndu. Vatnsröndin er í fyrstu harla
hlykkjótt, því hún lagar sig eftir ströndinni sem fyrir
verður, en því hærra sem flóðið stígur, því meir hverfa
nes og grandar, unz alt er undir vatni.
Það mætti styðja að framgangi vísindanna á margan
hátt Eitt væri það, að koma á fót stofnunum er hefðu
það hlutverk að búa í hendurnar á þeim er vilja rann-
saka eitthvert sérstakt efni. Því meir sem vísindin vaxa,
því erfiðara verður að flnna í fljótu bragði það sem ritað
hefir verið um hvert viðfangsefni, og oft eyðist geysimikill
tími í árangurslausa leit. Væru til stofnanir, er með stuttum
fyrirvara gætu svarað spurningum um slík efni, þá gætu
frumlegir vísindamenn varið þeim kröftum, er spöruðust
á þennan hátt, til þess að nema ný lönd í útgarði vís-
indanna. Hitt starfið, fræðslustarfið, gætu miðlungsmenn
unnið.
Fremur öllu öðru væri það mikilsvert fyrir menn-
inguna, að fá ljósan skilning á eðli þeirra manna er nýjar
brautir ryðja í vísindum, og vita hvernig með þá ætti að
fara, svo að gáfur þeirra nyti sín sem bezt. Því öllum
kemur saman um, að fleiri fæðist efni í mikilmenni, heldur
en þau sem fullum þroska ná.
Það hefir löngum verið deiluefni sagnfræðinga, hvort
framfarir í menningu væru einstökum mikilmennum að
þakka, eða hvort forustumennirnir væru aðeins afrakstur
»umhverfisins«. En saga vísindanna sýnir oss hverjir gerðu
þá og þá uppgötvun og á hvaða stund og stað, svo eng-
inn getur efast um að framfarir í vísindum, æðsta blóma
allrar menningar, séu einstökum mikilmennum að þakka.
Þeir studdust auðvitað við það sem fyrir var, það var
grundvöllurinn; hefði hann verið annar, mundu þeir hafa
afrekað annað. Afreksverkið sjálft verður að rekja til
skapandi anda afburðarmannsins.