Skírnir - 01.08.1910, Page 124
Staða og kjör kvenna.
Eftir Harald Höffding.1)
I. Nokkur söguleg atriði.
Um eðlisfar kvenna halda menn fram tveim gagn-
stæðum skoðunum. Sú er önnur, að munurinn á eðli og
hæfileikum karla og kvenna sé að eins stigmunur, ef um
nokkurn mun sé að ræða. í fornöld hélt Plató þessu fram,
en á síðari tímum Stúart Mill. Hin skoðunin er sú, að
munurinn sé svo gagngiör frá náttúrunnar hendi, að af
honum hljóti að leiða eðlismun á stöðu og staríi karla og
kvenna.
Best er að fara sér hægt að tala um mismun og sér-
kenni í náttúrunni, eins og þau séu eilíf og óumbreytan-
leg.2) Náttúran er sí og æ að þroskast, einkum þó allar
lifandi verur. Sú náttúra, sem við oss blasir nú, hefir
sjálf orðið til og ný náttúra mun aítur þróast af henni.
En hins vegar er þessi þróun svo hægfara, að vér verð-
um að gæta þess vandlega, hversu langt henni er komið
á hverjum tíma.
Auk þess hefir eðli kvenna og kjör þeirra sífeld áhrif
hvað á annað. Kjör þeirra laga sig eftir eðlisfarinu, og
það sætir aftur áhrifum af þeim. Þess vegna fer eðli
kvenna að miklu leyti eftir því, hvað af þeim er heimtað
h Kafli úr Etik, Kbh. 1905.
2) Nýjustu rannsóknir á eðli karla og kvenna eru notaðar af A.
Clod-Hansen í ritinu Mand og Kvinde, Kbh. 1895, sem [er einkar góð
bók. Höf. tekur það fram, hversu örðugt sé að greina, hvað af eðlis-
mun stafi og hvað af uppeldi og vana.