Skírnir - 01.08.1910, Síða 126
318
Staða og kjör kvenna.
Loks er og nú á tímum konum leyft í ýmsum lönd-
um að takast á hendur margs konar störf, sem áður þótti
ótækt að aðrir leystu af hendi en karlinenn. Þær eru nú
læknar, málaflutningsmenn, prestar, vísindamenn, verk-
fræðingar, skrifstofumenn, járnbrautarstjórar o. s. frv. Yíða
hafa þær öðlast kosningarrétt til sveitanefnda og þinga.
Nú er konum því rudd braut til andlegs þroska og starf-
semi, sem er gjörólík því, er áður var talið einhæft
eðlisfari kvenna. En þó heyrast enn raddir, sem efa
nauðsyn og nytsemi þessarar síðustu vinnuskiftingar.
Það er mjög svo mikilsvert að kanna til hlítar, hvað
rétt sé í þessu efni, og það því fremur sem svo má að
orði kveða, að kjör kvenna séu mælikvarði siðferðislegra
framfara mannkynsins. Grikkir mikluðust gagnvart öðr-
um þjóðum af meðferð sinni á konum, Rómverjar þóttust
af sama við Grikki og kristnir menn við Rómverja.
Þó sýnir veraldarsagan, að kjör kvenna á ýmsum
tímum eru ekki einungis háð vinnuskiftingu þeirri, er leiðir
af efnahag og þjóðfélagsháttum, heldur einnig almennri
mentun og andlegu þroskafari hverrar þjóðar yflr höfuð.
Með Grikkjum voru það einkum stóisku spekingarnir,
er héldu fram jafnrétti kvenna og karla. Þeir litu svo
á, að enda þótt sum störf hæfðu betur körlum og önnur
konum, þá sé þó engin sú réttmæt viðleitni til, er meina
megi öðruhvoru kyninu. Hinir síðari Stóungar vildu láta
kenna stúlkum heimspeki eigi síður en piltum. En þessir
heimspekingar voru það einmitt, er gerðu sér göfugastar
hugmyndir um hjónabandið, töldu það innilega andlega
sambúð; aukinn andlegan þroska töldu þeir óhjákvæmt
skilyrði þess, að konur gætu á réttan hátt látið til sín
taka í heimilislífinu. Þetta var mikilsverð framför, þeg-
ar þess er gætt, að konur í Aþenuborg voru útilokaðar
frá allri andlegri mentun, svo að þeir karlmenn, er kynn-
ast vildu mentuðum konum, urðu að snúa sér til vændis-
kvenna (»Hetæranna«).
Kristna trúin átti og góðan þátt í að bæta kjör kvenna,
með því að ætla þeim andlegt jafnrétti við karlmenn. Trú