Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 127
Staða og kjör kvenna.
319
og von voru sameign allra, og líf kvenna var eigi síður
en karla fult eftirvæntingar eftir þeim stórtíðindum, er
verða áttu, og það innan skamms. Eftirvæntingin um ná-
læg endalok »þessa heims« gaf lífi einstaklingsins hátt
markmið, allsendis óviðkomandi lífskjörum hans. Konan
gat því náð sínu persónulega takmarki, enda þótt hún
væri hvorki eiginkona né móðir. Vegna þess, hve miklar
mætur fornkirkjan hafði á sjálfsafneitun, tók hún að jafn-
aði ógift fólk fram yfir gift, einkum var algjört skírlífi í
miklum metum. En hvað sem nú kirkjunni gekk til, þá
var afarmikils um það vert að líi kvenna fékk göfugt
markmið, er á engan hátt var háð stöðu þeirra sem
eiginkvenna eða mæðra. Gagnvart þessari grundvallarskoð-
un var það í sjálfu sér þýðingarminna að undirgefni kvenna
var haldið stranglega fram á Austurlanda vísu, að konur
áttu að þegja í kirkjunni og láta menn sína fræða sig í
heimahúsum. Aðalatriðið var hin mikilsverða grundvallar-
regla, er jafnan mun verða hinni fyrstu kristni til sóma,
að hið æðsta stóð ölium til boða, án tillits til kynferðis,
stétta eða þjóðflokka.
Hin mikla menningaralda, er nefnd hefir verið endur-
fæðingin (renaissance), náði jafnt til kvenna sem karla,
og hin mikla þroskun einstaklingseðlisins, er sú hreyfing
hafði í för með sér, hlotnaðist báðum kynjum jafnt.
Burckhardt kemst svo að orði: »Hér var eigi um neina
sérstaka kvennfrelsishreyfingu að ræða, því að þetta leiddi
af sjálfu sér. Hver tigin kona varð á þeim tímum, engu
siður en karlmenn, að leitast við að ná fullum þroska og
sem mestu manngildi. Sá þroski andans og hjartans, er
göfgaði karlmennina, átti líka að göfga konurnar.«
Eitt af táknum þeirra tíma var það, að þessarar ein-
staklingsþroskunar gátu að eins giftar konur orðið aðnjót-
andi. Ungu stúlkurnar voru að miklu leyti aldar upp í
klaustrum og fóru í rauninni ekki að mentast fyr en þær
voru giftar. Að þessu leyti var — og er enn í rómönsku
löndunum — einkennilegt ósamræmi í kjörum kvenna.
*) Kultur der Kenaissance in Italien, 4. Aufl. I bls. 124.