Skírnir - 01.08.1910, Side 128
.320
Staða og kjör kvenna.
Af þessum sögulegu atriðum er það auðsætt, að þegar
stórfeldar hugmyndir eru uppi, sem gjörbreyta mannlífinu,
þá er þeim samfara tilhneiging til að telja karla og kon-
ur jafnrétthá. Þegar andlegi sjóndeildarhringurinn víkkar
að mun, hverfur hinn mikli munur, sem ella er gerður á
réttarstöðu karla og kvenna.
II. Staða kvenna frá siðfræðislegu sjónarmiði
1. Náttúran hefir trúað konunum fyrir því hlutverki að
bera undir brjósti og fóstra frjóanga komandi kynslóða
þangað til hann er orðinn fær um að lifa sjálfstæðu lífi.
Naumast er vafi á því að þetta hlutveik hafi gagngjör
áhrif á alt eðlisfar konunnar. Meðan konan gegnir þessu
hlutverki getur hún ekki haft jafnmikinn þrótt aflögum
dil annara starfa sem þann, er karlmenn hafa á að skipa.
Þar af leiðir að konan verður veikara kynið, og einnig
hitt, að eðli hennar verður hreinna og betra en karla.
Enda þótt siðleysi og ómannúð ráði annarsstaðar lögum og
lofum, þá er þó fyrsta frjóanga mannúðarinnar að finna í
samlífinu milli móður og barns. í tilbeiðslu móðurinnar
með barnið (Kurotrofos, María mey) geymdist endurminn-
ingin um þenna frjóanga alls góðs í mannanna heimi.
Viðurkenningin á réttindum konunnar hlaut að byrja
k því, að mönnum yrði augljóst hve mikils virði móður-
starf hennar er fyrir mannkynið. Það var mikil framför
þegar viðurkent var (— um þær mundir er önnur vinnu-
skiftingin fór fram —) að hún væri veikara kynið og
þyngstu byrðunum létt af herðum hennar. Sú vinnuskifting
er þó engan veginn fullkomnuð enn. Hjá fátækari stétt-
um verða konur enn venjulega að leggja á sig svo mikla
líkamlega vinnu, að þær hljóta að vanrækja móðurskyld-
ur sínar, og það er eitt af mikilvægustu verkefnum þjóð-
félaganna að koma því til leiðar, að konur geti helgað
börnum sínum og heimilum krafta sína.
Viðurkenning þess, hve mikils virði konan sé fyrir
heimilið var og stórt. framfaraspor, er aldrei verður aftur
tekið. Grildi heimilislífsins fyrir þjóðfélagið og fyrir þrosk-