Skírnir - 01.08.1910, Síða 130
322
Staða og kjör kvenna.
þjóðarmein! En það mein er eigi bættara að heldur, og
enginn heíir rétt til að telja þessum manneskjum ofaukið.
Það er því um að gera að breyta þessu »þjóðarmeini« í
þjóðarheill, með því móti að hagnýta alt þetta starfsafl,
er virðist vera ofaukið. — Ofaukið er þeim í raun og veru
að eins þá, er menn ríghalda sér við aðra vinnuskifting-
una og vilja eigi viðurkenna hina þriðju. Malthus krafðist
þess fyrstur manna — samkvæmt rannsóknum sínum á fólks-
fjölguninni — að ógiftum konum væri meiri virðing sýnd.
Og þó er skamt síðan, að þýskur heimspekingur hélt því
fram — í fullri alvöru — að það sé eigingjarnt og jafn-
vel ósæmilegt, að ungar stúlkur — í því skyni að verða
óháðar og eigi knúðar til að giftast öðrum en þeim einum
er þær unna — læri eitthvað það, er gjört geti líf þeirra
nytsamlegt, enda þótt þær ekki giftist!
3. Margir bafa haldið því fram, að á andlegt og lík-
amlegt eðli kvcnna skorti skilyrði þannig lagaðrar menn-
ingar og þroska, að þær geti orðið jafningjar karla. Að
konur eru venjulega þróttminni líkamlega en karlar er
áður tekið fram. En fortíð kvenna sýnir, að líkamskraftar
þeirra geta orkað meiru en flestir halda nú á dögum.
Menningarlífið hefir verið einhliða og þroski kvenna farið
þar eftir. Heilnæmara og eðlilegra uppeldi og kensla
munu á sírium tíma láta annað verða uppi á baugi i þvi
efni. Hér viljum vér einkum benda á, að allar skynsam-
legar endurbótatilraunir á uppeldi og fræðslu karla horfa
þannig við, að mun auðveldara verður eftir en áður að
láta bæði kynin verða sama uppeldis og sömu fræðslu að-
njótandi. Konur þurfa að sínu leyti engu síður en karlar
að leggja stund á að þroska dómgreind sína, læra að hugsa
eins og sjálfstæðar manneskjur og stæla vöðvakerfi sitt.
Munurinn á líkamsþrótti karla og kvenna, sem að likind-
um aldrei hverfur, þarf ekki að verða meiri-tm—mtmurbm
á líkamsþrótti karlmanna innbyrðis. fl/vtW4
Margir lita svKáTsefnTíífinningin sé aðal-sálareigind
’) A. Dorner: Das menschliche Handeln, Berlin 1895 hls. 422 ofr.