Skírnir - 01.08.1910, Síða 131
Staða og kjör kvenna.
323
kvenna; þær séu því ekki móttækilegar fyrir mikinn og
sjálfstæðan skynsemisþroska. En sú skoðun byggist á
andstæðu tilfinningar og greindar, er hvergi á sér stað.
Þroski tilfinninganna er eigi að sjálfsögðu greindarþrosk-
anum til fyrirstöðu. Að eins þá, er tilfinningin er áköf
geðshræring, eða æsing, er hún andstæð greindinui. En
sú tilfinning, sem er í eðli sínu fremur innileiki en æsing.
þarf eigi að hefta athyggjuþroskann; hún getur þvert á
móti verið honurn til stuðnings. Veruleg samhygð hlýtur
samkvæmt eðli sínu að leiða til þess, að raenn sökkva sér
niður í það, er samhygðina vekur, og leitast við að kynna
sér alt það, sem einkennilegt er við það, en slík sajnhygð
er náskyld tilfinningum visindamannsips^'"rí'íífinningm
hefir þörf til þess að skilja sjálfa sig, og er því í raun-
inni hvöt til að leita að þeim orsökum, er hafa vakið
hana; á þann hátt kemur hún greindinni til að starfa.
Enda þótt því væri svo háttað, að allar konur án undan-
tekningar væru tilfinninga-manneskjur, þá leiddi þó ekki
af því, að óhjákvæmilegt væri að neita þeim um réttindi.i
til að reyna að þroska. skynsemisgáfur sínar sem mest.
Margar þær einkunnir, sem með meira eða minna
rétti eru eignaðar kvenneðlinu, stafa áreiðanlega af þeim
kjörum, er konur hafa átt við að búa um langan aldur,
og munu því breytast með kjörum þeirra. Þetta á einnig
við um tilfinninguna, því að uppeldi það, er konur hafa
að jafnaði hlotið, hefir eigi beinst að því að þroska skyn-
semi þeirra og vilja, heldur aukið og eflt draumkent til-
finningalíf á kostnað annara sálareiginleika. Af því leiðir
meðal annars, að konur eru að jafnaði trúræknari en
karlar. »Vér lesum, að með Grikkjum var meira um
trúarfjálgleik hjá konum en körlum. Sir Rutherford
Alcock segir frá því um Japana, að í musterum þeirra
sé fágætt að sjá aðra en konur og börn, karlar séu þar
að jafnaði fáir og ávalt af lægri stéttunum. Um píla-
grimana er sækja til Juggernauts-musterisins er sagt, að
5/6 eða jafnvel 9/10 þeirra séu konur. Og um Sikhana er