Skírnir - 01.08.1910, Qupperneq 135
Staða og kjör kvenna.
327
indi eru til, að öllum þeim frábrigðum, er menn þykjast
finna á eðli og gáfnafari karla og kvenna, sé þannig farið.
Hver þessara frábrigða eiga sér dýpstar rætur, getur þá
fyrst komið í ljós, er báðum kynjum er gefinn kostur á
að neyta krafta sinna. Ef lil vill verður þá sú raunin á,
uð likingin er meiri og frábrigðin önnur og áferðarminni,
en vér hyggjum nú.
Framfarirnar eru miklar i samanburði við síðastliðn-
ar aldir. Þá þótti það viðsjárvert, ef konur af meðal-
stéttum kunnu að lesa og skrifa.1) Jafnvel G o e t li e
vildi láta ungar stúlkur alast upp í eldhúsi, búri og sauma-
stofu, helst án þess að líta í nokkra bók, nema matreiðslu-
bókina:
„Wiinscht sie dann endlich zu lesen, so wahlt sie gewisslich ein Kochhuch11.
Framfarirnar hafa þokast áfram, fet fyrir fet, og að-
gangur kvenna að sérstökum starfsgreinum hefir eigi mætt
jafnmikilli mótspyrnu og kvennfrelsishugtakið alment. Það,
sem verður hægt og smámsaman, dylst fremur athygli
manna og vekur því ekki jafnmikinn mótþróa og skyndi-
legar nýungar. Til eru þó þau lönd, þar sem jafnvel
fyrstu sporin eru óstigin enn, sakir herveldis og skrif-
finsku.
5. Til þessa höfum vér eingöngu rætt um möguleika
og réttmæti sjálfstæðrar þroskunar og starfsemi kvenna.
En í því efni má engu síður tala um skyldu en rétt.
Það er ætlunarverk hvers einstaklings að láta gáfur
sínar koma að sem bestum notum, svo að hann megi sem
liður í ættinni skipa sess sinn með sóma. Það, sem kon-
urnar heimta, er þær vilja »losna úr ánauð« (emancipe-
rast), er í rauninni ekki annað en rétturinn til að mega
gegna að fullu skyldum sínum í þarfir mannfélagsins, rétt-
ur til að vinna að almennum velferðarmálum. I frelsis-
1 Gramall skólakennari skrifaði árið 1772: Bei den virginibus ist
das Schreihen nnr ein vehiculum” zur Liiderlichkeit. Jafnvel Justus
Möser vildi ekki giftast stúlku, er kynni að lesa og skrifa. (G. Schmoiler:
Ueher einige h'ragen des Rechts und der Volkswirtschaft. Berlín 1877
hls. 120).