Skírnir - 01.08.1910, Síða 138
Tveir hellar í Hallmnndarhrauni.
Eftír Matthías Þórðarson.
Hér á Islandi eru svo mörg og mikil hraun, að land-
ið hefði líklega verið nefnt Hraunland, ef þeim, er
landinu gáfu fyrst nöfn, hefði verið þau tiltölulega eins
kunn eins og snærinn og isinn hér, því að miklu
eru hraunin einkennilegri fyrir Island en snærinn og ís-
inn.1) — I þessum hraunum eru, sem kunnugt er,
fjöldamargir hellar og sumir svo furðustórir, að þá má
telja meðal merkustu náttúrumenja heimsins. Margir þess-
ara hella eru órannsakaðir með öllu; menn hafa ekki
einu sinni grenslast eftir hve stórir þeir séu, og hafa
myndast ýmsar kynjasögur um suma þeirra, er þá hafa
fælt margan mann frá að ganga í þá. Alþýðumenn hefir
og skort hentugt Ijós til þess að ganga með í langa hella
og stóra, því að litt nýtur birtu af einum eða tveimur
kertum. Merkastur allra hella hér á landi er Surts-
hellir, bæði af fornum sögum og þjóðsögum, ferða-
manna- og jarðfræðinga-lýsingum, og stærð sinni, allri lög-
un og fornmenjum. Á átjándu öldinni var hann að mestu
orðinn mönnum ókunnur nema af þjóðsögum og afspurn,
en þá gengu þeir Bjarni Pálsson og Eggert Olafsson í
hann, rannsökuðu hann allvel og rituðu lýsingar á hon-
um; síðan tóku erlendir ferðamenn að ganga í hann og
loks íslendingar sjálfir sér til fróðleiks og skemtunar. Á
síðustu árum hafa menn farið að athuga aðra hella, og
*) Um '/,0 landsins er nú þakinn „nýjum“ hraunum „og liklega
kafa ný hraun hvergi annað eins flatarmál á jafnlitlu svæði.“ Þ. Th.,
JLýsing íslands II. bls. 84.